Jæja. Þá er maður bara orðinn stúdent. Tíminn er alveg fáránlega fljótur að líða og verður bara fljótari og fljótari að líða eftir því sem maður eldist. Mér finnst bara örstutt síðan ég var lítið busagimp og núna er ég bara orðinn stúdent. Nafni minn Bollason sagði í ræðunni við stúdentsathöfnina að honum fannst stúdentar alveg rosalega fullorðnir og stórir þegar hann var busi en núna finnst honum hann ekkert vera svo stór og fullorðinn þegar hann er orðinn stúdent sjálfur og er ég því sammála. Ég er kannski 20 ára en innra með mér líður mér eins og 8 ára stúlkubarni....eða eitthvað. Núna á ég að víst að vera fullorðinn og ábyrgur einstaklingur, tilbúinn að takast á við erfiðleika lífsins. En mér finnst ég ekkert sérlega tilbúinn til að takast á við erfiðleika lífsins. Ég hef samt þroskast mjög mikið á þessum fjórum árum sem ég var í MH. En ég var líka mjög óþroskaður þegar ég byrjaði þannig að ég ennþá langt eftir. Annars er þetta allt mjög afstætt. En já. Nenni ekki að tala um þetta lengur. Ég er líka kvefaður og með vindgang. Svo var ég að horfa á myndina Duplex og var hún hin ágætasta skemmtun en líka frekar ógeðsleg. Ben Stiller virðist ekki geta leikið í mynd án þess að lenda í alls kyns ógeðslegum hlutum eins og að fá ælu framan í sig, sprengja sjálfan sig og þurfa að blása lífi í gamla konu. Þetta er samt svona mynd sem skilur ekki neitt eftir sig. Ágæt skemmtun á meðan maður horfir á hana og svo bara púff. Hún er farinn eitthvað út í buskann. Ég gef henni tvær og hálfa stjörnu af fjórum. Takk fyrir mig og góða nótt.
Fabio´s lovenest
Ástarhreiður Fabios
<< Home