Sunday, December 31, 2006

Have a joyous Kwanzaa

Fyrst Turkmenbashi, svo James Brown og núna Saddam Hussein! Hvað er að gerast? Heimsendir í nánd?

Svo var Saddam hengdur! Ég hélt að því hefði verið hætt fyrir mörgum áratugum en það er greinilegt að villimennska ríkir ennþá í Bandaríkjunum. Ég held líka að lífláta Saddam hafi bara gert illt verra. Ef ástandið núna er eins og opið sár þá má líta á sem Bandaríkin hafi stungið hníf í þetta opna sár og snúið honum í hring og að því loknu stráð salti í sárið og síðan hellt smá sítrónusafa yfir.

(Edit) Af einhverri ástæða hélt ég að Saddam hafði verið hengdur í Bandaríkjunum en svo var víst ekki heldur var hann hengdur í Írak af Írökum. Þetta horfir þá kannski svolítið öðruvísi við. Ég fór á stúfana og sá m.a. þetta kvót frá GWB: "Bringing Saddam Hussein to justice will not end the violence in Iraq, but it is an important milestone on Iraq's course to becoming a democracy that can govern, sustain, and defend itself." Aha, mhm....ég veit nú ekki alveg með það. Maðurinn er búinn að vera í fangelsi í 3 ár...gerir dauði hans málin eitthvað betri? Munu núna ekki fullt af stuðningsmönnum hans valda meiri usla en áður? Ég veit samt ekki hvernig málin standa með dauðarefsingar í Írak, líkast til eru hengingar daglegt brauð þar. Annars veit ég ekkert hvað ég er að segja, við sjáum hvernig málin þróast þarna á næstu misserum.

...

Nýverið var frumsýnd hryllingsmynd í Bandaríkjunum sem nefnist Black Christmas og endurgerð af samnefndri mynd frá 1974, en ég var að spá hvort nýja myndin gæti tengst þessu eitthvað.


Já og gleðilegt nýtt ár öllsömul!