A Year In A Life
Núna er árið 2007 byrjað og því er best að líta yfir farinn veg og sjá hvað stóð upp úr á árinu 2006. Sér færslur munu birtast um tónlist og kvikmyndir á árinu á næstu dögum en margt skemmtilegt gerðist á þessu ári í öðrum málefnum. Hér koma nokkur af þeim:
Pólítískur skandall ársins: Árni Johnsen aftur á þing. Voddafokk?
Klám ársins: Hið óséða kynlífsmyndband með Britney og K-Fed.
Flipp í Útlöndum: Að gera dyraat á Strikinu í Köben.
Setning ársins: "Einn kaldan og einn heitan til að skola honum niður...eða öfugt" -manekkihver
Klaufaskapur ársins: Þegar ég var að skera sítrónu og tókst að skera mig í puttann þannig að það var næstum liðið yfir mig. Voddafokk?
Orð ársins: Voddafokk?
Dans ársins: Bjórstrippið í frumsýningarpartíinu fyrir Þú ert enginn Johnny Depp.
Bloggfærsla ársins: Sunnudagsmorgunn AKA Heiðar segir upp, eftir Krizza Lindberg. (Neðarlega á síðunni)
Rönneröpp: Fíaskó, eftir Smára Gunnarsson
3. sæti: Hinir litlu persónulegu sigrar, eftir Orra Tómasson
4. sæti: Áramótabloggið, eftir Steingrím Karl Teague (Reyndar eiga allar færslur eftir þennan mann verðlaun skilið. Ég útnefni hann bloggara ársins.)
5. sæti: Allar myndafærslurnar hennar Júlíu Hermannsdóttur (Ég get ekki valið á milli þeirra)
Bloggkommentari ársins: Kristinn, mest hvetjandi kommentari allra tíma. Dæmi: "Takk Atli, fyrir að stela þessu frá þessum sem stal frá þessari sem stal þessu af mæspeis. Megi líf þitt verða steikt á teini."
Besta leikrit: Lebanon is a good place for rebirth, eftir Friðgeir Einarsson og Karl Ágúst Þorbergsson.
Rönneröpp: Íslensk fyndni LOL Djók, eftir Árna Kristjánsson
Jæja, ég held þetta sé gott í bili. Ég mun síðan gera árinu frekari skil með sérstakri ljósmyndafærslu auk áðurnefndum færslum um kvikmyndir og tónlist og eflaust einhverju fleira ef ég man eftir því.
Bless og takk og ekkert snakk!
<< Home