Friday, May 16, 2008

My future´s so bright, i gotta wear shades

Nýtt tímabil er að hefjast í lífi mínu. Ég skilaði BA ritgerðinni og fór í síðasta prófið á fimmtudaginn fyrir viku, þann 8. maí. Svo er bara útskrift eftir mánuð, þann 14. júní nánar tiltekið.

Ég komst ekki inn í Fræði & Framkvæmd. En ég græt það ekki, læt bara sem svo að mér var ekki ætlað að fara í það nám...þótt ég sé yfir höfuð ekki örlagatrúar. En stefnan er núna tekin á kvikmyndaskóla, eftir ár. Fyrst ætla ég að vinna í eitt ár, hugsa minn gang og svoleiðis. Ég held ég ætli líka að reyna að framkvæma hluti sem ég hef bara talað um að gera í mörg ár, eins og að gera stuttmynd sem ég get verið stoltur af en ekki bara eitthvað flipprugl. Og líka vera duglegri að æfa mig á gítarinn. Sjáum hvað setur.

En ég er allaveganna kominn með vinnu fram í október. Ég verð svokallaður Program Coordinator á Reykjavík International Film Festival. Hvorki meira né minna. Ég byrja samt ekki fyrr en í júní þannig að það er bara feitt chill framundan hjá mér næstu 2 vikur eða svo. En mig hlakkar til að byrja í þessari vinnu, hún virkar eins og klæðskerasniðin fyrir mig. Meðal annars felur hún það í sér að horfa á slatta af bíómyndum, sem er mjög gott.

Eitt af því sem ég ætla að reyna að gera í þessum nýja kafla í lífi mínu er að blogga meira. Ég hef oft talað um að blogga meira en sjaldan orðið neitt úr því. Haldið þið, lesendur góðir, að ég muni blogga meira?

Ég eftir mánuð.