Tuesday, June 01, 2004

Spartan

Jæja ætlun mín var sú að þetta blogg átti ekki að vera dagbók en svo virðist hún vera að breytast í það. Sem er ekki gott. Hér eftir ætla ég ekki að vera segja mikið frá daglegu lífi mínu nema það sé virkilega áhugavert. Ég lofa því. Annars sá ég Spartan í kvöld. Hún var bara nú helvíti góð. Eiginlega bara snilld. Kvikmyndagerðin var bara beautiful og handritið var hrein snilld. Fyrir utan Kill Bill er langt síðan ég hef heyrt svona góðan dialogue í nýrri mynd ("Indicate you heard me"). Djöfull er Mamet góður penni. Svo er Val Kilmer líka ansi magnaður í þessari mynd. Mér hefur alltaf fundist hann vera snilldarleikari og hann fær alls ekki nógu mikið að gera. En svo var líka gaman að sjá Hollywood hasarmynd með almennilegu plotti og fannst mér líka frábært hvað hún forðaðist að móðga vitsmuni áhorfenda með því að útskýra augljósa hluti og leyfa manni frekar að fatta sjálfur smá saman hvað væri að gerast. Myndin er líka virkilega spennandi og heldur sér við efnið allan tímann, engir leiðinda útúrdúrar. Svona á gera þetta. Í stuttu máli sagt þá er Spartan snilldarmynd að mínu mati og fær hún 3 og hálfa stjörnu af 4 hjá mér.