Saturday, October 09, 2004

Viðundrið snýr aftur

Jæja, þá er maður snúinn aftur. Langt er síðan ég seinast bloggaði og er ástæða mín fyrir því er einfaldlega sú að ég hef verið frekar bissí og frekar latur til skiptis. Fyrst fór ég til útlanda þar sem netaðgangur var enginn, síðan byrjaði skólinn og stuttu seinna hófust stúdentaleikhúsæfingar af fullu kappi. Auk þess hefur maður nóg að gera sér til dundurs.

Annars eru undanfarnar vikur búnar að vera mjög áhugaverðar hjá mér. Það að vera í þessu blessaða stúdentaleikhúsi er ágætis reynsla út af fyrir sig. Þar hef ég kynnst mjög skemmtilegu fólki sem er flest með hugarfar sem mér líkar. Þetta er fólk með góðan húmor, góðan smekk og yfir höfuð mjög sniðugt og svalt. Nokkrir aðilar þarna eru t.d með mjög sjúkan húmor og líkar mér það vel enda er ég sjálfur með mjög sjúkan húmor. Hvað sýninguna sjálfa varðar þá veit ég ekki hvað skal segja. Þetta er mjög tilraunakennt dæmi og sýningin er algerlega samin af okkur og leikstjóranum og eiginlega bara byggð á spunaæfingum og pælingum sem komið hafa fram á æfingum. Margar skemmtilegar hugmyndir eru í gangi en þetta er að ganga allt of hægt og er ég farinn að vera hræddur um að sýningin muni eiginlega ekki vera það góð :( En maður vonar samt hið besta og hver veit nema hún reynist vera algjör snilld. Það vantar að minnsta kosti ekki snillingana í hópinn. Jón Páll leikstjæori er mjög sniðugur og skemmtilegur maður sem getur gert mjög góða hluti og hann ætti að geta gert e-ð sniðugt úr þessu en stundum finnst mér eins og hann sé ekki alveg viss hvað hann sé að gera, en það er svosem skiljanlegt. Hann er bara að prufa nýja hluti og hvað er betri staður til þess en hjá áhugamannaleikhóp sem þessum. Sýningin á ss að vera röð af sketsum sem fjalla á kómískan hátt um samfélagið í dag, um vandamál nútímans með íslenskri skírskotun ef svo má að orði komast. Við erum m.a að deila á neyslumenningu, trúarhræsni, kapítalisma, firringu nútímans, raunveruleikasjónvarp, klámvæðinguna og aðgerðarleysi fólks gagnvart vandamálum. Pælingin er að reyna að vekja fólk til umhugsunar og hafa einhver áhrif. Þetta er að mínu mati snilldarpæling og væri hægt að gera algjört meistaraverk úr þessu. En sem komið erum við samt með allt of lítið í höndunum og það er eiginlega ekki kominn neinn almennilegur rauður þráður í þetta. En það eru þrjár vikur í frumsýningu og allt getur gerst, jafnvel hið ótrúlega, en tíminn er tæpur. Kannski þessa pressa verði bara til góðs og við náum að búa til e-ð æðislegt. Ég vona það að minnsta kosti.

Hvað námið varðar þá er ég mjög óviss með það. So far er það ekki búið að vera neitt æðislega skemmtilegt beint. Ég hef samt góða tilfinningu með það og held að eftir 2 ár í þessu muni ég hafa lært margt og vera betur í stakk búinn við að takast á við lífið. Svo er líka oft þannig í námi að grunnfögin eru leiðinlegust. En svo ég taki hvern áfanga fyrir sig þá vil ég segja að fornaldarheimspekin er frekar boring. Þorsteinn Gylfason er eflaust mjög gáfaður maður sem hefur margt áhugavert að segja en ég held líka að hann sé soldið... hvað á ég að segja... úreltur ? Hann talar að minnsta kosti allt of hægt og stoppar mjög mikið til að hugsa. Ég held hann sé bara soldið out of touch við umheiminn. Hann kann amk ekki mikið á nútímatækni af því er virðist. Allaveganna leiðist mér oftast í tímum hjá honum og veit oft ekkert hvað hann er að fara. Auk þess eru margir textarnir sem ég þarf að lesa mjög erfiðir og leiðinlegir. Skrifaðir á mjög flóknu máli og mikið af leiðinlegur smáatriðastagli(er þetta orð?). En þetta er vísast til mikilvægur grunnur fyrir áframhaldandi nám. Svo eru margar skemmtilegar pælingar inn á milli. Heimspekileg forspjallsvísindi er svo sem ágætis áfangi hvað námsefnið varðar og margt áhugavert sem verið er að fjalla um en vandamálið er einfaldlega það að kennarinn er svo andskoti leiðinlegur. Eflaust ágætis náungi og ágætlega gefinn en hann er bara með svo leiðinlega rödd, þetta er allaveganna ekki fyrirlestarrödd. Til þess er hún allt of mónótónísk. Maður getur ekki hlustað á þennan mann mjög lengi og það er mjög auðvelt að detta út. Hann gerir líka lítið meira en að umorða það sem stendur á glærunum og það er alveg eins hægt að lesa þær og textana sem eru lagðir fyrir manni. Umræðurtímarnir eru skemmtilegri þar sem þeir eru stuttir og maður fær smá tækifæri í að tjá sig munnlega en það er e-ð sem ég tel mig ekki nógu góðan í vil endilega þjálfa mig í því. Inngangur að heimspeki er upp og ofan að mínu mati. Námsefnið þar er held ég langáhugaverðast af öllu, þar þarf maður að lesa bækur eftir Nietzsche og Descartes og fleiri góða. Svo er Róbert Haraldsson ágætur kennar sem hefur margt áhugavert að segja og ekki eins ryðgaður eins og Þorsteinn eða eins boring of forspjallsvísindagaurinn. En hann á það til að vera soldið ruglinslegur á köflum. Fer oft úr einu í annað og ekki alltaf skýrt hvað hann er að meina. En yfir höfuð er þetta fínn áfangi. Svo að lokum er það rökfræðin en ég held að það finnst mér eiginlega skemmtilegasti áfanginn. Mér hefur alltaf fundist gaman að glíma við svona rökþrautir og svona áfangi er mjög góð heilaleikfimi. Kennararnir eiga það reyndar til að tala ansi lengi um smáatriði sem skipta ekki það miklu máli og maður dettur soldið út en annars er þetta bara fínt. Ég hef verið soldið latur við að lesa en ég er að reyna að bæta úr því. Á tímabili var ég að pæla í að taka bara eitt ár í heimspeki en ég held ég slái bara til og taki 2 og fari síðan í fjölmiðlafræðina og síðan er það líklega kvikmyndaskóli. Þetta er samt alls ekki endanleg ákvörðun og þetta á allt saman eftir að koma í ljós.

Jæja þetta er búið að vera ansi langt og ég held ég láti hér staðar numið í bili. Ég hef margt fleira að segja en það verður að bíða til næstu færslu.

Bless og takk fyrir

Já og svo eru það plöturnar:

Camper Van Beethoven - Key Lime Pie
Grandaddy - Sumday
Violent Femmes - Violent Femmes
Talking Heads - ´77
Talking Heads - More Songs About Buildings And Food
Þeyr - Mjötviður Til Fóta
Úlpa - Mea Culpa

and many more...

Myndir:

The Stuff(58)
The Girl Next Door(60)
Runaway Jury(55)
In The Cut(66)
Resident Evil: Apocalypse(16) *æl*
The China Syndrome(83)
Running Scared(59)
Collateral(68)
Infernal Affairs(58)

and many more...