Monday, July 19, 2004

Bleh

Jæja, þá er þessi helgi afstaðin. Þessa helgi sá ég Shrek 2, flippaði í þjóðverjum, svaf mikið, fór í "partí" hjá Krizza(það mættu ca. 8 manns), stal áðurnefndum fána, svaf meira og sá Freaky Friday, sem er alls ekki slæm mynd og mun betri en maður myndi halda. Það höfum við það. Mjög týpísk helgi. En núna tekur við önnur leiðinleg vinnuvika og bráðum fer ég að sofa.

Svona er lífið hjá flestum. Leiðinleg vinnuvika þar sem lítið er gert á kvöldin og síðan kemur helgin þar sem fólk djammar og flippar og svo endar vikan á vídjóglápi. Ég veit ekki með ykkur en mér finnst þetta ekki spennandi líf. Svona tilbreytingarleysi og rútína er mjög leiðinleg og óspennandi og frekar heildadrepandi að mínu mati og mitt takmark er að lífið verði ekki alltaf svona. Eflaust hefur það verið takmark margra og flestir gefist upp á endanum og sætt sig við þetta en ég ætla ekki að sætta mig við þetta. Ég fíla þetta ekki og vil að breyting verði á. Og hananú! En já. Nóg væl í bili. Hef ekkert meira að segja. Bless í bili.