Monday, June 07, 2004

Haæ

Haæ krakkar. Þetta var nú ansi skemmtileg helgi. 2 ammli og Harry Potter og svo var ég að sjá hina snilldarlegu Pee Wee´s Big Adventure áðan en hana hafði ég ekki séð í nokkur ár. Harry Potter And The Prisoner Of Azkaban fór bara framar vonum og reyndist mun betri en fyrstu tvær og er það aðallega út af nýjum leikstjóra. Snillingi að nafni Alfonso Cuarón sem gerði Y Tu Mama Tambien sem er eflaust ein af betri unglingamyndum sem gerðar hafa verið. Alfonso þessi er greinilega mun betur til verksins fallinn að gera Harry Potter en fíflið hann Chris Columbus sem gerði fyrstu tvær myndirnar og er þessi ívið rólegri, vandaðri, skemmtilegri og ekki eins barnaleg en hinar. Alfonso nær að gæða söguna lífi og gera hana næstum jafn áhugaverða og spennandi og bókina á meðan Chris náði næstum því að taka tvær snilldarbækur og eyðileggja þær alveg. Einnig er þessi styttri en hinar tvær þótt bókin sé lengri og samt er þessi mun rólegri og hægari en hinar sem voru allt of hraðar og of mikið að flýta sér. Mikið hefur verið klippt úr sögunni en það háir myndinni samt ekki. Úrvalslið leikara á samt líka sinn þátt og fara leikarar á borð við Gary Oldman og David Thewlis á kostum. Myndin er samt alls ekki fullkomin. Hún tekur smá tíma að koma sér í gang og húmorinn fannst mér ekkert sérstakur. Hún er allaveganna ekki eins fyndin og bókin. Hún fær 3 stjörnur af 4 hjá mér en er mjög nálægt því að fá 3 og hálfa. Svo mun Mike Newell(Four Weddings And A Funeral, Donnie Brasco) gera næstu mynd og vona ég að hún takist jafn vel upp og þessi. Annars verð ég að fara að sjá A Little Princess sem Cuarón gerði en það var líklega út af henni sem hann var ráðinn til að gera HP. En já. Ég ætla að byrja á þeirri tísku sem margir bloggarar stunda að segja hvaða tónlist ég er búinn að vera að hlusta á undanfarið og mun færsla mín enda á því. Takk fyrir mig og gjörið svo vel!

Plötur

Fantomas - Director´s Cut
The Doors - Waiting For The Sun
Manic Street Preachers - Everything Must Go
Led Zeppelin - Physical Graffiti
Led Zeppelin - In Through The Out Door