Booyah!
Jæja, soldið síðan ég hef bloggað. Ég er ekki alveg að standa mig í þessu. En já. Ég verð bara að segja eitt. Djúpur eru fáránlega addictive. Hvað í andskotanum er í þeim sem veldur því ? Ef ég fæ mér eina djúpu langar mig alltaf í meira og meira og ég get ekki hætt. Það getur samt varla talist gott þar sem þær eru eflaust langt frá því að vera hollar(ætli þær séu ekki krabbameinsvaldandi líka). En hvað í andskotanum er í þeim sem gerir þær svona ávanabindandi ? Varla er það anísinn eða ammoníakinn(er þetta rétt beygt?) sem er í þessu. Ekki nóg með það að þær eru ávanabindandi heldur eru þeir svo góðar að það að borða þær jafnast næstum á við fullnægingu eða e-ð. Ég át heilan poka með ca. 30 í um daginn á 5 mínútum og leið eftir á eins og ég væri nýbúinn að hafa mök eða e-ð. What the fuck ? Djúpur rokka feitt og þær lengi lifi. Ég held að besta leiðin til að fá dópista til að hætta að dópa væri að kynna þá fyrir djúpum. Annars hef ég ekki mikið að segja. Jú. Ég sá Jersey Girl um daginn og hún sökkar feitt. Hvað var Kevin Smith að hugsa ? Maðurinn sem gerði snilldarmyndir á borð við Clerks og Dogma virðist vera orðinn að e-i kellingu. Djöfull var þessi mynd ógeðslega væmin og leiðinleg. Þetta var sko eins og versta sápuópera eða e-ð. Það er næstum ekkert gott hægt að segja um þessa mynd. Hún var bara virkilega slæm í flestalla staði fyrir utan kannski ágætan leik hjá flestum aðalleikurunum. Smith ætti hér eftir að halda sig alveg frá myndum sem hafa e-ð að gera með litla krakka og fjölskylduvandamál. Ég hefði aldrei trúað að því að hann gæti gert svona mynd áður en ég sá þetta, hefði frekar haldið að hann væri týpan til að gera grín að svona sora. Það hefur ekki farið vel með hann að eignast krakka. Reyndar var hugmyndin um að gera mynd um einstæðan föður ekki svo slæm. Hann hefði alveg getað gert e-ð gott úr þessu. En nei. Hann þurfti að gera hana eins klisjukennda og væmna eins og hægt var. Smith er svosem enginn snillingur þegar kemur að drama og er ekkert sérstakur leikstjóri þannig séð en hann hefur hingað til skrifað ágætis handrit og verið mjög fyndinn en hér virðist honum hafa brugðist bogalistin þar sem þessi mynd er bæði mjög illa skrifuð og ekki vitund fyndin fyrir utan kannski eitt atriði eða e-ð. En já. Nóg um Jersey Girl. Annars er ég kominn með nýtt einkunnakerfi. Núna ætla ég að nota 0-100 kerfið hér eftir þar sem það er miklu nákvæmara og skemmtilegra. Einnig ætla ég að fara sparlega með að gefa of háar og of lágar einkunnir. SS það fá ekki allar myndir sem ég kalla snilld einkunnina 100. Mynd verður að vera virkilega, virkilega góð til að fá hærra en 90 og 70 eða yfir er bara ansi gott. Mynd verður líka að vera virkilega slæm til að fá minna en 10 og myndir sem fá 30 eða undir eru mjög lélegar. Það verður að gera e-n greindarmun á myndum sem eru bara lélegar(eina og t.d Jersey Girl) og myndum sem geta talist með verstu myndum allra tíma eins og t.d The Adventures Of Pluto Nash eða e-ð. En já. Jersey Girl fær 29 af 100 fyrir nokkra góða brandara og ágætis leik hjá nokkrum aðalleikaranna. Annars er hún algjört drasl. Aftur á móti er Eternal Sunshine Of The Spotless Mind algjör snilld en ég nenni ekki að skrifa um hana núna. Það kemur seinna. En hún fær 81 af 100. Jæja, nóg í bili. Later kids!
Plötur
The Beatles - Let It Be
The Beatles - Please Please Me
David Bowie - Hunky Dory
Metallica - Metallica(The Black Album)
Trúbrot - Lifun (Besta íslenska plata sem ég hef heyrt)
<< Home