Black Albino Straight From Alabama
Síðasta föstudag fór ég á hina merku mynd Michaels Moore "Fahrenheit 9/11". Myndin var auðvitað ansi hreint mögnuð og alveg bráðskemmtileg og skilur auk þess mikið eftir sig. Þetta er mynd sem maður pælir í í marga daga eftir á og má með sanni kalla hana mikilvæga. Mér finnst að allir eigi að sjá þessa mynd þar sem hún fjallar um virkilega mikilvæg málefni á skemmtilegan en um leið fræðandi máta. Auðvitað er þessi mynd hreinn áróður. Michael Moore er mjög vinstrisinnaður maður sem er á móti Bush og írak stríðinu og þessi mynd er eiginlega bara gerð til þess að færa góð rök fyrir því að Bush sé ekki hæfur til að vera forseti og að Íraksstríðið hafi verið rangt og hvað er að því ? Það má vissulega deila um þessi efni en Moore er mjög fastur á sínum skoðunum og vill sannfæra sem flesta um að hann hafi rétt fyrir sér. Hann er ekki að neyða fólk til þess, hann er bara að reyna opna augu fólks fyrir sannleikanum. Svo er spurning hvort þessi mynd muni hafa einhver áhrif á fólk sem fílar Bush og fannst stríðið vera réttlætanlegt. Fáfræði. fordómar og eiginhagsmunasemi manna í valdastöðum eru helstu vandamál samtímans og þau munu eflaust alltaf vera til staðar að einhverju leyti. Eflaust er enginn algjörlega laus við fordóma og eiginhagsmunasemi en það er samt alltaf gott að reyna að uppfræða fólk og leiða það á rétta braut og hvað er betri leið en að gera vinsæla bíómynd um merk málefni eins og þessi.
Sönn list gengur að mínu mati út að tjá tilfinningar sínar og skoðanir með beinum eða óbeinum hætti gegnum listina hvort sem það er kvikmyndalist, tónlist, myndlist eða einhver önnur list. Hún á að skemmta fólki, uppfræða það og/eða hafa áhrif á tilfinningar þess annars er hún lítils verð að mínu mati. Fahrenheit 9/11 reynir að gera allt þetta þrennt í einu og getur því talist mikið listaverk. Það er kannski eitthvað um "cheap shots" í henni og hún er kannski full mikið að reyna að spila með tilfinningar áhorfenda á köflum en yfir höfuð virkar hún nokkuð vel og vonandi mun hún verða til þess að Bush verði ekki endurkosinn og að sem flestir skipti um skoðun varðandi Íraksstríðið og Bush. Ég gef henni 70 af 100.
Í gær sá ég svo myndina Julien Donkey-Boy eftir Harmony Korine(Leikstjóri Gummo og handritshöfundur Kids). Myndin fjallar í stuttu máli um mjög svo ruglaða fjölskyldu og aðalpersónan er eldri sonurinn sem heitir Julien og er hann með geðklofa. Eflaust er þetta raunsæasta lýsing á geðklofa sem ég hef séð í mynd og Ewen Bremner(Spud í Trainspotting) er alveg ótrúlega góður í þessu hlutverki. Meðal annara leikarar eru Chloe Sevigny(Boys Don´t Cry, American Psycho) sem leikur systur hans og kvikmyndaleikstjórinn Werner Herzog sem leikur föður hans. Svo koma fyrir í þessarri mynd handlaus trommari og svartur albínói og eitthvað af þroskaheftu og einhverfu fólki og myndin virkar á mann eins og hálfgert freak show á köflum en Harmony tekst þó að sýna þau sem manneskjur en ekki sem einhver frík og á hann skilið hrós fyrir það. Annars er þetta alveg ótrúlega sérstök mynd í henni. Hún skapar mjög sérstakt og óvenjulegt andrúmsloft og er ólík nokkru öðru sem maður hefur áður séð(nema þá kannski Gummo). Myndin er smá tíma að koma sér af stað, það er oft erfitt að átta sig á hvað er að gerast í henni og hún er alveg rosalega arty-farty á köflum en annars er þetta mikið listaverk og verður betri í minningunni og langar mig að sjá hana aftur til að reyna að skilja hana betur. Líklega er þó pointið með myndinni það að sýna að þótt að jafnvel mestu "fríkin" í þessum heimi eru samt menn eins og við hin og innsti inni ekki svo ólík okkur hinum. Myndin fær 67 af 100 hjá mér en sú einkunn er líkleg til að hækka þegar ég sé hana aftur.
Ætli þetta sé ekki nóg í bili. Ég kveð að sinni og þakka fyrir mig.
Plötur:
!!! - Louden Up Now
Ratatat - Ratatat
Death Cab For Cutie - The Photo Album
TV On The Radio - Desperate Youth, Blood Thirsty Babes
Hot Hot Heat - Make Up The Breakdown
Myndir
Trainspotting(72)
Henry Fool(84)
Along Came Polly(43)
My Life Without Me(73)
Drugstore Cowboy(72)
Total Recall(84)
Shaun Of The Dead(58)
<< Home