Meira blaður
Já, jæja, jújú. Þessi færsla sem ég gerði í gær var löng og ruglinsleg og biðst ég velvirðingar á því en ég bara varð að koma þessu frá mér. Það er ágætt að skrifa svona bull og fá smá feedback og þá fær maður kannski fleiri hugmyndir. Það var kannski full langt gengið að halda því fram að Y-kynslóðin muni bjarga heiminum en ég held að hann sé ekkert að fara að tortímast heldur. Heimurinn hefur oft farið í fokk, sem dæmi um það eru heimsstyrjaldirnar tvær og ýmsar fleiri smærri styrjaldir sem hafa verið haldnar gegnum aldirnar. Svo eru það miðaldirnar. Þær eru ekki kallaður "The Dark Ages" út af ekki neinu. En alltaf hefur heimurinn náð að rétta sig við og ég held að lífið hafi í raun aldrei verið betra en núna. Reyndar bara fyrir suma. En það eru eflaust fleiri hamingjusamir núna en nokkurn tíma áður(miðað við höfðatölu :D) og fleiri tækifæri. Það er líka meiri græðgi og spilling og náttúran er reyndar komin í algjört fokk. Bara svona heilbrigt jafnvægi af góðu og slæmu. Eða eitthvað.
Held það sé nóg komið af þessu rugli í bili.
Nýja platan með Beck er snilld.
<< Home