Monday, January 10, 2005

Dolph Lundgren is da man

Af hverju í andskotanum er fólk alltaf með brauðtertur í veislum ? Þær eru fokkíng viðbjóður. Og hverjum finnst aspas góður ? Ég bara spyr. En nóg um það.

Mynd dagsins í dag er Showdown In Little Tokyo en þar er ábyggilega á ferðinni ein allralélegasta mynd sem gerð hefur verið. Sem gerir það náttúrulega verkum að hún er alveg bráðskemmtileg áhorfs. Mynd þessi er með ofurtöffaranum, harðhausnum og sænska steratröllinu Dolph Lundgren og Brandon Lee heitnum, syni Bruce Lee, í aðalhlutverki og fjallar í stuttu máli um tvær ofurlöggur sem berjast við illræmda Yakuzamenn sem ráða ríkjum í undirheimum Los Angeles borgar. Mynd þessi hefur öll helstu einkenni lélegra bíómynda: ógrynni af tæknilegum mistökum(eftir að Dolph hefur hálsbrotið einn af illmennunum lyfir illmennið upp hendinni og styður sig við hann svo dæmi sé tekið), hún meikar nákvæmlega engan sens, söguþráðurinn er frekar samhengislaus og fáránlegur og varla til staðar og samtölin eru svo yndislega léleg að það hálfa væri nóg. Myndin inniheldur æðislega gullmola á borð við "just in case we get killed, I wanted to tell you that you have the biggest dick I've ever seen on a man" og fleira álíka súrt og svo eru náttúrulega allar helstu klisjur svona mynda til staðar; hlutir springa af ástæðulausu hægri vinstri, góður kallarnir fá aldrei byssukúlur í sig á meðan þeir hitta alltaf vondu kallana í fyrsta skoti, aðalgellan berar á sér brjóstin og rassinn nokkrum sinnum, vondi kallinn er eins illur og mögulegt er en líka mjög heimskur á réttri stundu og svo eru náttúrulega one-linerarnir til staðar eins og til dæmis þegar Brandon Lee segir "You have the right to remain dead" rétt áður en allt springur til andskotans. Alveg klassamynd í alla staði.

Annars átti ég nokkuð hressandi helgi. Fór á Old Boy í bíó(alveg jafn góð í annað skiptið) og söng Hero með Enrique Iglesias í karaoke sem var ansi hreint gaman. Svo byrjar skólinn á morgun. Jibbí!

Over and out.

Plötur:

Black Rebel Motorcycle Club - B.R.M.C
Blur - Leisure(8.5/10)
Blur - Modern Life Is Rubbish(9/10)
Blur - Parklife(9/10)
Blur - Blur(8.5/10)
Brain Police - Glacier Sun(6.5/10)
Tears For Fears - Songs From The Big Chair
Propellerheads - Decksanddrumsandrockandroll
Snow Patrol - When It´s All Over We Still Have To Clear Up

Nokkrar myndir:

The Royal Tenenbaums(85/100)
Eternal Sunshine Of The Spotless Mind(83/100)
Slaughterhouse Five(80/100)
Three Kings(74/100)
Lock Stock And Two Smoking Barrels(66/100)
National Treasure(54/100)
13 Going on 30(52/100)
The Nightmare Before Christmas(78/100)
Bubba Ho-Tep(62/100)