Thursday, December 09, 2004

Vúvú

Ég var að klára mitt fyrsta háskólapróf í dag. Húrra fyrir því!

Svo var ég að horfa á viðtalið við Kristján Jóhanns í kastljósinu áðan. Maðurinn er eitthvað þroskaheftur. Hvernig verða svona menn ríkir og frægir ?


Tjekkið svo á þessu urli:

http://www.baggalutur.is/profile.php?mode=viewprofile&u=734&n=1726

Þarna er að finna gagnrýni á hið margfræga "Star Wars Holiday Special" og svo er hægt að niðurhlaða því líka. Ég mæli með því að niðurhlaða þessu Þetta er með því mest fucked up sem ég hef séð. Ég er reyndar bara búinn að horfa á fyrsta korterið af þessu en þetta er nokkuð örugglega ein súrasta, og jafnframt ein lélegasta, mynd sem ég hef séð og ef ég horfi á meira af þessu er líkur á því að ég missi vitið. Einhverjum snilling hjá CBS datt sem sagt í hug að gera þetta og fékk meira að segja leyfi hjá George Lucas og alla leikarana til að leika í þessu. Skiljanlega sá Lucas eftir því að hafa leyft þetta og vill núna láta banna þennan óskapnað. Sem dæmi um hversu fucked up þetta er þá er byrjunaratriðið ca. korters langt atriði með fjölskyldunni hans Chewbacca þar sem þau eru að bíða eftir því að hann komi heim. Semsagt korter af Wookie hljóðum sem eru nokkurn veginn svona: "woooooooooggggggggghhhhhhh" "groooooooooooaaaaaaaaaaaaaaaaa" "waaaaaaaaaooooooooooorgh" "hhhhhhoooooarrrrrrrrghhhh" . Og það er ekki textað. Það súrasta er samt þegar litli strákurinn fer að leika sé með einhvers konar sýndarveruleikaborð. Hann ýtir á takka og þá birtist svona lítill sýndarveruleikasirkus sem sýnir listir sínar. Þetta atriði stendur yfir í heilar 5 mínútur eða eitthvað og þjónar nákvæmlega engum tilgangi. Manos: The Hands Of Fate er búin að missa titilinn sem versta mynd allra tíma.

En núna ætla ég að fara að læra fyrir rökfræðipróf.

Later.

Lög(nýr liður!):

Scissor Sisters - Take Your Mama Out
Ian Brown - Can´t See Me
Cornershop - Brimful of Asha
The The - Slow Motion Replay

Plötur:

Elliott Smith - Roman Candle
Elliott Smith - Elliott Smith
Elliott Smith - X/O
Queens Of The Stone Age - R(10/10)
Queens Of The Stone Age - Songs For The Deaf(10/10)
Camper Van Beethoven - Key Lime Pie