Friday, December 03, 2004

Gruðgið

Ég var að sjá japönsku hrollvekjuna "Ju-on: The Grudge", eða "Jóhann: Gruðgið" eins og ég hef ákveðið að þýða hana yfir á hið ástkæra ylhýra, og ég verð bara að segja að mér fannst þetta vægast sagt ömurleg mynd. Hún var ekki um neitt, það gerðist voða fátt í henni, hún meikaði afskaplega lítinn sense, það var engin karakter sem manni var sama um og myndin var bara hreinlega leiðinleg og með eindæmum óspennandi. Hvað sér fólk við svona myndir ? Ok kannski er hún soldið creepy en oftast var hún bara of kjánaleg til að hræða mann. Þessi mynd var bara ekki vitund spennandi enda var eiginlega enginn söguþráður. Hún var bara um e-a drauga sem voru að hræða fólk... og það er allt og sumt. Það er spurning hvort Bandaríska myndin meiki e-n meira sense. Einhvern veginn efa ég það samt. Ég var ekki mikill aðdáandi Ringu en það var þó e-r ráðgáta í henni, hún var actually örlítið spennandi og hræddi mann aðeins(endurgerðin fannst mér aftur á móti frekar slöpp, e-n veginn varð þetta allt miklu kjánalegra á ensku og breytingarnar sem voru gerðar gerðu myndina bara enn kjánalegri. Hún má þó eiga það að hún er flott). Gruðgið aftur á móti var bara leiðindin ein. Ég gef henni 25 af 100. Veit ekki alveg fyrir hvað samt... það voru svo sem nokkur ágæt augnablik í henni en ekki mikið.

Annars hef ég ósköp lítið að segja. Prófin hefjast senn og sýningum á leikritinu er lokið í bili(það verða tvær aukasýningar 18. og 19. des og svo veit ég ekki hvort það verði meira sýnt). Held ég slappi bara af um helgina, reyni að læra sem mest held ég barasta. Ætli maður skelli sér ekki í bíó eða e-ð samt. Ef e-r vill koma með mér í bíó eða leika við mig e-ð þá endilega látið mig vita.

I bid you adieu.

Plötur:

Violent Femmes - Violent Femmes(10/10)
Frank Zappa and The Mothers of Invention - Freak out
M83 - Dead cities, Red Seas and Lost Ghosts
Orchestral Manoeuvres In The Dark - Best of O.M.D
Belle and Sebastian - Tigermilk(8/10)