Wednesday, October 20, 2004

Um óákveðni, óöryggi og fleira...

Það er alveg fáránlegt hvað ég er óákveðinn. Ég verð að fara að hætta því að vera svona óákveðinn. Núna er ég til dæmis að pæla í að fara að glápa á mynd en ég bara get ekki ákveðið hvaða mynd ég ætla að horfa á. Ég á oft mjög erfitt með að taka ákvarðanir um hluti og hefur það stundum háð mér allmikið.
Svo er annað, ég hef oft gert það að byrja að horfa á einhverja mynd en svo stoppað hana þegar ég er kannski hálfnaður því ég var þreyttur eða e-ð. Svo af e-m ástæðum hef ég ekki nennt að klára myndina. Þær eru orðnar ansi margar myndirnar sem ég á enn eftir að klára. Ég ætla því að setja mér reglu núna: Ef ég byrja að horfa á e-a mynd og næ ekki að klára að horfa á hana í einni setu þá mun ég klára hana strax og ég get en ekki fresta því endalaust. Ég byrjaði til dæmis að horfa á mynd sem nefnist Gregory´s Girl fyrir næstum 3 ÁRUM og hef ENN ekki klárað hana. Hvað er að mér ? Það eru líka allnokkrar bækur sem ég hef byrjað á en er enn ekki búinn með, til dæmis Lolita og On The Road. Ég ætti kannski að reyna að klára þær báðar fyrir áramót.

Annars er leikritið allt að koma til og er ég núna farinn að hafa þá tilfinningu að þetta muni bara vera nokkuð góð sýning. Að minnsta kosti erum við komin með nokkur mjög fyndin atriði. Ég er samt ekki nógu ánægður með sjálfan mig í þessarri sýningu. Ég er svo sem ekki að gera neitt stóra hluti í sýningunni en ég get samt gert betur, held ég. Ég á soldið erfitt með að einbeita mér stundum og er ekki alveg að ná að gefa mig allan fram. Svo vantar upp á öryggið líka. Ég verð bara að hætta að vera svona andskoti feiminn og óöruggur! En það tekur náttúrulega smá tíma að vinna sig upp úr því og þessi leiklist er að hjálpa mjög mikið til með það. Þetta hlýtur að koma smá saman og hver veit nema ég verði orðinn topp leikari eftir nokkur ár! Þess væri óskandi.

Næstu dagar verða soldið klikkaðir. Fyrir utan gríðarlegt æfingaprógramm er ég er að fara í próf á fimmtudaginn(sem betur fer ekkert sérlega erfitt þannig að það ætti að reddast) og þarf að skila 2 ritgerðum á mánudaginn(varla byrjaður á þeim). Svo hefst Airwaves á morgun(í kvöld réttara sagt) og amma verður áttræð í dag og verður haldið upp á það á laugardaginn. Einnig ætla ég að reyna að komast í bíó um helgina en ég efa að það takist. Djöfull verð ég samt ánægður á mánudaginn þegar þetta allt verður búið. Þá þarf ég bara að byrja að hafa áhyggjur af frumsýningunni....

Ætli þetta sé ekki nóg í bili, bless og takk fyrir.

Plötur

The Shins - Chutes Too Narrow
The Shins - Oh, Inverted World
Tortoise - TNT
Chris Cornell - Euphoria Morning
!!! - !!!
!!! - Louden Up Now
The Beatles - Help
Eels - Beautiful Freak