hmm....
Heil og sæl
Undanfarna daga hefur mér tekist að afreka eftirfarandi:
Henda fréttablaði í hausinn á forsetanum
Troða saltstöngum upp í nefið á mér og borða þær síðan
Spila Friends spilið
Pissa með vindi
og fleira hresst...
Ansi magnað ekki satt ?
Annars var ég að uppgötva um daginn að diskurinn Different Class með Pulp er ein besti diskur sögunnar. Ég hef átt þennan disk lengi en einhverra hluta vegna aldrei hlustað almennilega á hann(mjög týpískt af mér) en ég ákvað loksins að gera það og nú finnst mér mjög leiðinlegt að hafa ekki gert það fyrr. Þessi diskur er þvílík snilld að það hálfa væri nóg. Hvert einasta lag á þessum disk er alveg ótrúlega grípandi og svalt og einstaklega vel samið. Jarvis Cocker er goð!
Pulp er núna á hraðri uppleið á listanum mínum yfir bestu hljómsveitir allra tíma.
.............................
Svo er sýningin að ganga alveg fáránlega vel. Við höfum bætt við 2 aukasýningum til viðbótar við þessum 3 sem við bættum við og á síðustu sýningu kom gaur frá Skjá Einum sem fékk þá hugmynd að taka upp leikritið og sýna það á Skjá Einum sem áramótaskaup Skjás Eins! Sem er algjör snilld.
.............................
Annars eru próf að fara að byrja í næstu viku og mun því vera mikill próflestur hjá mér næstu 2 vikur eða svo. Ekki gaman. Þið vitið hvernig þetta er.
Over and out.
Plötur
Pulp - Different Class(10/10)
Pulp - His n Hers
Buff - Góðir Farþegar
Blonde Redhead - Misery Is A Butterfly
Elbow - A Cast Of Thousands
M83 - Dead Cities, Red Seas and Lost Ghosts
Love - Forever Changes
The Books - The Lemon Of Pink
The Libertines - The Libertines(8/10)
Death Cab For Cutie - Transatlanticism
Fugazi - In On The Kill Taker
<< Home