Hvað á ég að skýra þessa færslu ?
Sælt veri fólkið,
margt hefur drifið á daga mína síðan ég síðast bloggaði. Ég fór á Airwaves, leikritið var frumsýnt og ég fékk nýja tölvu. Í stuttu máli þá var Airwaves snilld, leikritið gengur stórvel og tölvan hefur reynst nokkuð vel hingað til. Ég held ég nenni ekki að segja meira um þetta í bili en hugsanlega skrifa ég e-ð fleira seinna í vikunni. Annars virðast hlutirnir vera að ganga bara ágætlega upp hjá mér þessa dagana. Reyndar er ég ekki að sinna skólanum alveg nógu vel en þrátt fyrir það er ég að fá ágætis einkunnir. Fékk til dæmis 9 fyrir ritgerð í fornaldarheimspeki.
Annars er það eitt sem mig langar að segja. Það að tónlist hafi versnað með árunum er bara algjört rugl. Það er alveg jafn mikið af góðri tónlist nú til dags og það var fyrir 30 árum. Málið er bara það að vinsælasta tónlistin er ekki eins góð og hún var. Fyrir 30 árum voru flest vinsælustu böndin nokkuð góð en þau bönd sem eru að selja flestar plötur nú til dags eru margar hverjar frekar ömurlegar, að minnsta kosti að mínu mati og margra sem ég þekki. En það var samt örugglega fullt af drasli vinsælt þá líka, það hefur bara einfaldlega fallið í gleymskunnar dá held ég. Annars hef ég undanfarið ár eða svo uppgötvað alveg ógrynni af nýjum og nýlegum böndum sem rokka feitt að mínu mati: The Darkness, The Rapture, Franz Ferdinand, TV On The Radio, !!!, Hot Hot Heat, The Shins, The Mars Volta, Elbow, The Killers, The Futureheads, Ratatat, Pinback, The Thrills, The Datsuns, Radio 4, Four Tet, The Postal Service, The Unicorns, Hot Chip, The Stills og fleiri og fleiri. Það er alveg nóg af góðri tónlist nú til dags, maður þarf bara að leita.
Jæja, ég ætla að segja þetta gott núna en það kemur vonandi meira á næstu dögum.
Bless í bili!
(Já og svo hef ég ákveðið að bæta við einkunnum við plöturnar, ef það er ekki einkunn við plötuna þá hef ég einfaldlega ekki alveg gert upp hug minn varðandi þá plötu)
Plötur:
The Killers - Hot Fuss(9/10)
Futureheads - Futureheads
The Manic Street Preachers - Lifeblood
The Strokes - Room On Fire(8.5/10)
Television - Marquee Moon(9.5/10)
Jeff Wayne - War Of The Worlds(9/10)
Hjálmar - Hljóðlega Af Stað
Hot Chip - Coming On Strong
Pinback - Blue Screen Life
Pinback - Off Cell(9/10)
Jeff Buckley - Grace(9.5/10)
Beck - Mutations(8.5/10)
The Shins - Chutes Too Narrow(10/10)
The Shins - Oh, Inverted World(9/10)
<< Home