Sunday, December 05, 2004

Ong-Bak: Muay Thai Warrior

Í gær fór ég í bíó á Thailensku bardagamyndina Ong-Bak: Muay Thai Warrior en sú mynd fjallar um ævintýri ungs manns að nafni Ting við að endurheimta höfuð af heilagri styttu er nefnist Ong-Bak úr klóm fégráðugra glæpamanna. Myndin hefst á því að Ting þessi vinnur einhvers konar karlmennskukeppni í heimabæ sínum, Nong Pradu. Síðan gerist sá skelfilegi atburður að höfðinu er stolið af heilögu styttunni Ong-Bak sem allur bærinn dýrkar. Ting er skipaður af þorpsbúum til að fara og finna höfuðið. Hann lendir síðan í ýmsum ævintýrum við að reyna að endurheimta Ong-Bak. Ong-Bak er að mörgu leyti ósköp hefðbundin og klisjukennd bardagamynd en það sem gerir hana skemmtilega er það að bardagaatriðin eru hreint út sagt klikkuð. Auk þess er næstum hálf myndin bardagaatriði sem er mjög gott þar sem allt annað við þessa mynd er ekkert sérstaklega gott. Reyndar ekkert sérstaklega lélegt heldur sem er óvenjulegt við svona mynd þar sem þær eru yfirleitt algjört rusl með nokkrum góðum bardagaatriðum. Ong-Bak er aftur á móti meðalmynd með fullt af klikkuðum bardagasenum. Meðal annars er ein sena þar sem Ting berst við 3 gaura í röð og sá seinasti er 2 metra hár ástrali sem hegðar sér miður drengilega og berst við Ting með því að berja hann með stólum, borðum, skiltum, bjórflöskum og meiraðsegja ísskáp! Ting nær þó á endanum að yfirbuga hann. Einnig er í myndinni svona korters langur bílaeltingaleikur og bardagi við mann með sög.

Ong-Bak: Muay Thai Warrior
er sönnun þess að mynd þarf í raun ekkert nema fullt af góðum bardagaatriðum til að skemmta manni, þau þurfa bara að vera nógu andskoti klikkuð og svöl. Myndin bíður ekki upp á neitt meira og ef þið viljið sjá heilsteyptan söguþráð og vandaða persónusköpun mæli ég ekki með henni en ef þið viljið sjá góða heilalausa afþreyingu mæli ég hiklaust með henni. Hún fær 60 af 100 hjá mér. Annars finnst mér mjög leiðinlegt hvað það hefur farið lítið farið fyrir þessarri mynd. Hún hefur ekki verið mikið auglýst(reyndar horfi ég sama og ekkert á sjónvarp þannig að ég get ekki alveg staðfest það) og er auk þess sýnd í sal c í Laugarásbíó á frumsýningarhelgi sem er mjög leiðinlegt þar sem þessi er mynd er eflaust mun skemmtilegri en flest annað sem sýnt er í bíó. En það að þessi mynd skuli vera sýnd í bíó hérna er samt hálfgert kraftaverk út af fyrir sig þar sem svona myndir koma oft ekki einu sinni út á vídjó hérna. Því mæli ég með að sem flestir sjái þessa mynd í bíó. Ekki láta hana fram hjá ykkur fara!

Adios

Plötur

Radiohead - Kid A(9/10)
Radiohead - Amnesiac(8.5/10)
Sigur Rós - Ágætis Byrjun(9/10)
Múm - Yesterday Was Dramatic, Today is Ok