Gamli Piltur
Mynd dagsins í dag nefnist Old Boy eða Gamli Piltur og er kóresk að uppruna. Í stuttu máli fjallar hún um mann að nafni Oh Deasu sem er rænt og hent inn í hótelherbergi og látinn dúsa þar í 15 ár án þess að vita af hverju. Síðan er honum bara sleppt út. Eftir það reynir Daesu að komast að því hver ber ábyrgð á þessu og af hverju þetta var gert og ýmislegt kemur í ljós. Meira ætla ég ekki að segja enda er best að vita sem minnst um mynd af þessu tagi. Old Boy er nefnilega með betri myndum sem ég hef séð undanfarið og þá helst út af mögnuðu plotti. Það er ekki verið að mata í mann upplýsingar heldur er allt mjög óljóst mestallan tímann og maður þarf virkilega að fylgjast með til að ná hvað er að gerast. En smá saman kemur allt í ljós. Hvað kemur í ljós ætla ég ekki að segja en eitt get ég sagt að það er rosalegt. En myndin er ekki bara með gott plott heldur er hún líka alveg fáránlega flott. Myndataka, klipping, hljóðvinnsla og bara öll umgjörð er til fyrirmyndar í þessarri mynd. Leikstjórinn Chan-Wook Park er mikill snillingur sem kann svo sannarlega að leika sér með kvikmyndaformið og hefur fullkomið vald á miðlinum. Myndin er full af alls kyns skemmtilegum myndatökubrellum og alveg snilldarlega klippt. Svo er myndatakan alveg gullfalleg og myndin er mikið augnayndi. Ekki skemmir að það er æðislega svartur húmor í myndinni og hún er mjög brutal og ofbeldisfull. Öðruvísi myndi hún ekki virka. Svo er eitt flottasta bardagaatriði sem ég hef séð í þessarri mynd en í því atriði berst Daesu einn síns liðs við stóran hóp manna vopnaður hamri og engu öðru. Og þetta er allt í einu skoti! Helstu gallar myndarinnar er að hún teygir soldið lopann í lokin og er eilítið ruglinsleg á köflum. En yfir höfuð er þetta mikið snilldarverk og ætla ég mér svo sannarlega að sjá hana aftur sem fyrst. Ég mæli hiklaust með Old Boy og fær hún 78 af 100 hjá mér.
Auf wiedersehen!
Plötur:
Built To Spill - Perfect From Now On
The Stills - Logic Will Break Your Heart
Kings Of Leon - Aha-Shake Heartbreak(9/10)
The Fiery Furnaces - Blueberry Boat
William Shatner - Has Been
<< Home