zzzzzzzzzzz
Mér finnst gott að sofa. En því miður fæ ég ekki alltaf að sofa nógu mikið. Ég er einn af þessum svokölluðu næturhröfnum og á mjög erfitt með að fara að snemma að sofa. Það er svo langt síðan ég fór að sofa fyrir miðnætti að ég hreinlega man ekki eftir því. En út af þessu er ég oft geðveikt þreyttur. Svo virðist sem mín líkamsklukka sé þannig að ég verð þreyttur svona 2-3 og þarf að sofa í minnst 8 tíma til að vera ekki þreyttur. En yfirleitt fæ ég bara svona 6 tíma svefn og er oft hálfsofandi í skólanum. Þetta er ekki gott en ég á mjög erfitt með að breyta þessu. Er búinn að reyna í mörg ár en er bara ekki að ná því að gera það.
En af hverju er ég svona mikill næturhrafn ? Af hverju eru sumir svona og aðrir ekki ? Svo eru sumir sem fá bara 5-6 tíma svefn á hverri nóttu en eru samt alltaf gegt hressir og virðast geta haldið sér vakandi auðveldlega í skólanum. Ég skil það fólk ekki. Hvað er málið með þetta svefnrugl ?
<< Home