Herra og frú Smitt
Herra og Frú Smith olli mér þónokkrum vonbrigðum. Ég var svo sem ekki að búast við neinu meistaratykki(þó að hún hefði geta verið það í réttum höndum) en hélt samt að hún yrði betri en raunin var. Leikstjórinn, Doug Liman, leikstýrði Go sem er ein af mínum uppáhalds myndum og svo gerði hann The Bourne Identity sem var ágætis skemmtun og hina bráðskemmtilegu mynd Swingers. Svo er mjög skemmtileg hugmynd(þó hún sé kannski ekki sérlega frumleg) á bak við myndina sem býður upp á marga skemmtilega möguleika. En því miður gerir myndin alls ekki nóg við þessa hugmynd og er auk þess ekki mjög spennandi, frekar þunn og í raun afskaplega lítið fyndin. Svo getur hún ekki ákveðið hvort hún ætli að vera screwball gamanmynd eða Bruckheimer hasarmynd. Myndin er samt ekki beint léleg. Hún pirraði mig ekkert sérstaklega og flest allt var alveg skikkanlega gert en hún var bara e-ð svo andlaus og þunn. Ekkert kom á óvart og ekkert merkilegt gerðist. Það er bara eins og það hafi gleymst að skrifa handrit og meirihlutinn verið saminn á staðnum. Leikararnir standa sig þokkalega, Liman nær að halda uppi góðum hraða og það eru mörg skemmtileg augnablik inn á milli en samt get ég ekki sagt að ég hafi skemmt mér rosalega vel en mér leiddist heldur ekkert sérlega. Hún fær 51 af 100 hjá mér. Annars mæli ég með að allir tjekki á myndinni The War Of The Roses ef það vill sjá þessa hugmynd (ss hjón sem eru að reyna að drepa hvort annað) betur útfærða.
<< Home