Saturday, March 25, 2006

Æ læk tú búgí

Rólez djeng! Kjellinn er að blogga!


Hann Kiddi Kúla var svo skemmtilegur að skora á lesendur sína að blogga einu sinni á dag í viku og hef ég gerst svo góður að taka þeirri áskorun. Gangi mér vel

Ég hef líka ákveðið að herma eftir Kidda Litla Sörensen og skora á alla lesendur þessa bloggs til að blogga einu sinni á dag í heila viku. Allir sem gera það munu fá glaðning af einhverju tagi. Vonandi munu sem flestir taka þátt í þessu skemmtilega athæfi og lífga aðeins upp á bloggmenningu Íslands.

......

Annars hef ég ekkert rosalega mikið að segja í augnablikinu. Eða jú. Ég hef örugglega fullt að segja. Ég nenni bara ekki að segja það allt núna heldur mun þetta koma í smáskömmtum í vikunni. Ég vil þó benda fólki á að það fer styttast í það að nýjasta leikrit stúdentaleikhússins verði frumsýnt. Það er kominn titill á verkið, titill sá er Animanina. Ef þið viljið skilja þennan titil þá verðiði bara að koma og sjá leikritið, svo einfalt er það. Ég vil sem minnst segja um innihald leikritsins því þetta er svona leikrit þar sem er best að vita sem minnst áður en maður sér það. Ég get þó sagt að verk þetta er frumsamið af hópnum og er vægast sagt mjög súrt. Tagline-ið fyrir Wayne´s World held ég að henti þessari sýningu nokkuð vel: ,,You´ll laugh. You´ll cry. You´ll hurl. Leikritið verður frumsýnt 5. apríl í Loftkastalanum og sýningar standa fram til þess 22. sama mánaðar. Vonandi munu sem flest ykkar sjá sér fært að mæta.

Nokkrar nýséðar myndir:

Syriana(70)
V For Vendetta(62)
Aeon Flux(44)
The Matador(73)


Bless og ekkert stress!


Plötur:

The Monkees - I´m A Believer
The Cardigans - Life
Prince - Purple Rain
Yeah Yeah Yeahs - Show Your Bones
Hard-Fi - Stars of CCTV
The Gun Club - Fire Of Love
Baxter Dury - Floor Show
Xiu Xiu - A Promise
Deerhoof - Milk Man, Reveille
Animal Collective - Sung Tongs, Feels