The Revolution Will Not Be Televised
Muniði þegar sjónvarpið sýndi virkilega áhugaverða þætti? Nú til dags virðist sjónvarpið bara sýna einhverja ömurlega raunveruleikaþætti en einu sinni þá var fullt af skemmtilegum þáttum í varpinu. Ég verð að viðurkenna að ég horfi reyndar mjög lítið á sjónvarpið þessa dagana þannig að ég er eflaust að missa af einhverri snilld(ég sá einn O.C þátt um daginn og fannst hann helvíti góður, núna verð ég að tjekka á meira af því) en yfir höfuð er sjónvarpsefnið ekki að vekja mikinn áhuga hjá mér. Hvað varð um þætti eins og Sledge Hammer, Eerie,Indiana, Parker Lewis Can´t Lose, Northern Exposure, The Wonder Years, MacGyver, My So-Called Life og Quantum Leap? Svo ég nefni nokkra. Ég hef reyndar ekki séð flesta þessa þætti í mörg ár þannig að eflaust er eitthvað af þessu drasl(mér skilst að Quantum Leap séu agalegir) en þetta eru samt mun meira spennandi þættir en flest það sem er sýnt núna. Einu sinni var sjónvarpið skemmtilegt en það er það sjaldan núna, allaveganna ekki eins skemmtilegt og í gamla daga.
Kannski er ég bara orðinn gamall.
Hvað myndi Max Headroom finnast um sjónvarpsefni nútímans?
<< Home