Á því herrans ári 2005
Núna er árinu 2005 lokið og aldrei kemur það aftur. Þetta var gott ár. Ég gerði margt skemmtilegt og þroskaðist aðeins. Núna ætla ég að lista nokkur highlight frá árinu eins og ég gerði í fyrra:
Besta partý: Hróarskelduferðin. Þetta var eitt stórt vikulangt partý.
Mesta flipp: Þegar ég crowdsurfaði á Trabanttónleikunum á Innipúkanum.
Stoltastur af: Að hafa tekið þátt í alls 4 leiksýningum. Ein þeirra var reyndar frumsýnd 2004 en við sýndum hana 8 sinnum í fyrra og hún vann verðlaun fyrir bestu áhugasýningu og við fengum að sýna hana í Þjóðleikhúsinu. Það er alveg frábær reynsla að taka þátt í leiksýningu, hvað þá 4 á einu ári, og svo eignaðist ég fullt af vinum. Þið ykkar sem komuð ekki á neina af þessum sýningum: Skammist ykkar!
Ekki nógu gott: Að hafa ekki gert neina alvöru stuttmynd eins og ég ætlaði mér. Ég gerði reyndar tvær flippmyndir en þær teljast varla með. Vonandi næ ég að gera alvöru mynd í ár.
Besti karaoke söngur: Eiður að syngja Barbie girl eins og honum einum er lagið!
Besta afmælisgjöfin: Ég get ekki valið á milli innrömmuðu myndarinnar af Dolph Lundgren sem Marteinn gaf mér eða Miðanum sem gildir fyrir frírri pylsu og kók á Bæjarins Bestu sem Danni gaf mér. Svo ekki sé minnst á 15 mín peepshowið sem Siggi Sölvi gaf mér. Staðurinn lokaði víst nokkrum dögum seinna þannig að ég náði aldrei að nota það.
Besta partýleikur: Singstar. Sérstaklega þegar ég vinn 4 duel í röð!
Næstbesti partýleikur: Actionary með stúdentaleikhúsinu. Hvernig leikur maður geignvænlega ofsatækisfullan Aston Kutcher aðdáanda?
Besta spil: Popppunktur.
Besti kennarinn: Guðni Elísson, bókmenntafræðikennari. Ég held ég hafi sjaldan skemmt mér jafn vel í skólanum og í tímum hjá honum. Maðurinn er algjör snillingur.
Besta leikrit: Forðist okkur.
Besta prakkarstrik: Að hringja í fólk um miðja nótt og syngja I Believe I Can Fly eins og William Hung.
Besti sjónvarpsþáttur: Robot Chicken.
Bestu bækur sem ég las: Slaughterhous Five eftir Kurt Vonnegut og Hard-Boiled Wonderland And The End Of The World eftir Haruki Murakami
Ég held þetta sé komið gott. Mér dettur ekki meira í hug í bili. Á næstu dögum mun ég síðan gera sér færslur um það helsta í kvikmyndum og tónlist á árinu 2005.
<< Home