Á skíðum skemmti ég mér
Eftir rétt rúmlega hálfan sólarhring eða svo mun ég, ásamt fjölskyldu minni og fleira fólki, stíga um borð í flugvél sem mun ferja mig til Þýskalands og þaðan mun rúta ferja okkur til Ítalíu þar sem hugmyndin er að renna sér á skíðum í viku eða svo. Síðan sný ég aftur laugardaginn 13. janúar. Ljósmyndafærslan sem ég lofaði í síðustu færslu verður því að bíða þangað til einhverntíma fljótlega eftir það. Farið ykkur ekki að voða án mín.
Í millitíðinni getið þið skemmt ykkur við að skoða besta tónlistarmynband síðasta árs sem ég gleymdi að minnast á í síðustu færslu. Have a hot cup of hoffee!
Svo má ekki gleyma frétt ársins 2006.
<< Home