Sonur Lee Marvin?
Jæja...strax búinn að fokka upp bloggvikunni þar sem ég er að skrifa þetta eftir miðnætti...en samt ekki. Dagurinn byrjar þegar ég vakna og er búinn þegar ég fer að sofa og því er ennþá þriðjudagur fyrir mér. Allaveganna.
Svo ég valdi Krizza ekki vonbrigðum þá verð ég að blogga daglega þessa viku en í augnablikinu er ég frekar tómur. Jú mér var að detta eitt skemmtilegt í hug. Ég var að læra svolítið skemmtilegt í dag. Það eru til samtök sem heita "Sons of Lee Marvin" og meðal meðlima í þeim samtökum eru snillingar á borð við Jim Jarmusch, Tom Waits, Mickey Rourke, Nick Cave, Iggy Pop, Neil Young og Thurston Moore. Allir þessir menn geta talist í flokki svölustu núlifandi manna, jafnvel allra tíma, og því er ég ekki frá því að þetta séu ein allra svölustu samtök sem ég hef heyrt um. Til þess að geta talist meðlimur verður maður að svipa til Lee Marvin á einhvern hátt í útliti og því mögulega geta verið sonur hans. Raunverulegur sonur hans er víst ekki mjög sáttur við þetta. Starf samtakanna felst í því að hittast öðru hvoru og horfa á myndir með Lee Marvin. Spurning með að sækja um? Veit samt ekki hversu líkur Lee Marvin ég er(ég myndi setja myndir til að bera saman en tölvan mín er í viðgerð þannig að ég hef ekki aðgang að mynd sem stendur, er að blogga úr tölvu foreldra minna). Er ég eitthvað líkur honum á einhvern hátt?
<< Home