Kinofíll
Mig langar til þess að minna fólk á Kinofíl en fyrir þá sem vita það ekki þá erum við byrjaðir aftur með sýningar í stúdentakjallaranum. Við vorum á þriðjudögum fyrir áramót en höfum fært okkur yfir á sunnudaga og hefjast allar sýningar kl. 20. Þemað í kvöld er pólítískar spennumyndir og munum við sýna myndirnar Z og The Manchurian Candidate. Tvær eðalmyndir þar á ferðinni. Á næstu vikum verður ýmislegt fleira skemmtilegt og meðal þemanna sem verða eru raðmorðingjamyndir, framúrstefnuheimildarmyndir, ádeilumyndir dulbúnar sem gamanmyndir, hryllingsmyndir og ýmislegt fleira. Endilega tjekkið á þessum kvöldum ef þið viljið sjá eitthvað annað en þessar formúlu Hollywood myndir sem er það eina sem bíóhúsin virðast geta boðið upp á. Aðgangur er ókeypis og nánari upplýsingar er að finna á www.kinofill.blogspot.com.
<< Home