Tónar 2007
Ég var að hugsa um að skrifa eina feita færslu um tónlistina sem er að koma á árinu en ég held ég nenni því ekki. Þessi og þessi eru líka búnir að því og ég hef litlu að bæta við það sem þeir segja. Ég hef þetta því bara stutt.
Árið byrjar allaveganna vel. Ég hef þegar heyrt nýju plöturnar með Of Montreal, Deerhoof og The Shins. Þær hljóma allar vel og þá helst fyrstu tvær, Of Montreal plötuna vil ég jafnvel kalla eina besta plötu þeirra og líkleg til að enda hátt á topp 10 lista mínum fyrir árið. Frumraun The Good, The Bad and The Queen, nýjasta projectið hans Damon Albarn, hljómar einnig nokkuð vel við fyrstu hlustun. Ég held ég fíli þetta band betur en Gorillaz sem ég var aldrei neitt ofur hrifinn af. Nýju plöturnar með Bloc Party og Clap Your Hands Say Yeah hef ég einnig hlýtt og heyrist mér svo að þær muni ekki skáka forverum sínum þó þær hljómi ekkert illa. Annars held ég að ég sé allra spenntastur fyrir plötunum sem Radiohead og Queens Of The Stone Age eiga að senda frá sér seinna á árinu. Tvær bestu starfandi hljómsveitirnar í dag að mínu mati og ég ætla rétt að vona að þær valdi mér ekki vonbrigðum. Ég bíð einnig spenntur eftir plötum frá Wilco, Blonde Redhead, Spoon, Animal Collective, Ted Leo and The Pharmacists, The Arcade Fire, !!! etc. Síðasta tónlistarár var frekar bleh að mínu mati en það stefnir í að 2007 verði topp tónlistarár. Vonandi bara topp ár yfir höfuð.
Svo má ekki gleyma að Linkin Park og Kid Rock munu senda frá sér nýjar plötur á árinu. Michael Jackson líka. Jibbí!
<< Home