Timothy Dalton er gamall kall
Færsla nr. 3 í bloggvikunni.
Krizzi: Þú valdir slæma viku sem bloggviku, ég er frekar hugmyndasnauður þegar kemur að bloggi þessa vikuna. Ég gerði enga merka uppgötvun í dag sem ég get deilt með ykkur. Eina sem mér dettur í hug er að telja upp afmælisbörn dagsins í dag sem eru Gary Oldman(49), Rosie O´Donnell(45), Matthew Broderick(45), Timothy Dalton(63), kvikmyndaleikstjórinn Russ Meyer heitinn(hefði orðið 85 ára) gamli fótboltakappinn Lothar Matthäus(46), Johann Sebastian Bach(257) tónskáldið Mussorgsky(168) og formúla 1 ökumaðurinn Ayrton Senna heitinn(hefði orðið 47 ára). Gaman að því.
Næsta blogg kemur eftir miðnætti á morgun þar sem ég verð upptekinn allan daginn. Vonandi verður mér búið að detta eitthvað sniðugt í hug þá til að bæta upp fyrir þessa ömurlegu afsökun fyrir bloggfærslu.
<< Home