Wednesday, June 04, 2008

Heimspeki

Engilsaxneska orðið sequel er þýtt á íslensku sem framhald. En ég spyr: Hefur orðið prequel (sem fyrir þá sem ekki vita er framhald sem gerist á undan forveranum. Eitt dæmi: Indiana Jones and The Temple of Doom) ekki verið þýtt á íslensku? Ef svo er ekki þá vil ég hér með þýða orðið prequel sem forhald. Forhald. Hljómar það ekki bara vel?

Vonandi er ég sá fyrsti til að fá þessa hugmynd.