Saturday, July 26, 2008

What are they smoking there? I wanna try it.

Hvað er að gerast í Hollywood?

Fyrst fréttir maður að Werner Herzog ætli að endurgera Bad Lieutenant sem er meira en lítið súr pæling. Svo er Paul Verhoeven að fara að gera Thomas Crown Affair 2 sem er jafnvel enn súrari pæling. Verður hún þá stútfull af grófu ofbeldi, ríðingum og eiturlyfjanotkun? Það er svolítið erfitt að ímynda sér að maðurinn sem gerði Robocop, Starship Troopers og Showgirls sé rétti maðurinn í djobbið. Ekki að ég haldi hann muni gera þetta illa, þvert á móti treysti ég því að þetta gæti verið nokkuð áhugaverð mynd.

En síðan var ég að lesa súrustu fréttirnar af öllum. Það á að endurgera Robocop og Darren Aronofsky (Requiem For A Dream) mun leikstýra! Robocop er einmitt ein af mínum uppáhaldsmynum þannig að Aronofsky verður að standa sig! Vonandi verður hún jafn klikkuð og Requiem For A Dream.

Hvað fréttir maður svo næst? Steven Spielberg að endurgera Pink Flamingos? Jerry Bruckheimer að pródúsa endurgerð á meistaraverki Ingmar Bergman, The Seventh Seal? David Lynch að leikstýra National Treasure 3?