´cause you know i´m on fire
Jæja, ég var á Million Dollar Baby. Bara ágætis ræma. Mjög vönduð og vel gerð mynd og í rauninni ekkert að henni þannig séð. Hún nær að forðast það að vera of væmin eða klisjukennd þótt efnið bjóði svo sannarlega upp á það og er alveg laus við alla tilgerð. Svo er hún líka helvíti vel leikin og alveg skiljanlegt hvers vegna Hilary Swank og Morgan Freeman fengu óskara. Engu að síður get ég ekki sagt að mér hafi fundist þetta neitt frábær mynd. Hana skorti þetta sérstaka eitthvað til að mér gæti fundist hún vera meistaraverk. Það spilar reyndar eflaust eitthvað inn í að mér finnst box ekkert sérstaklega áhugavert. Reyndar fannst mér boxsenurnar flestar frekar vel gerðar og skemmtilegar - og mér finnst yfirleitt hundleiðinlegt að horfa á box - en þetta er samt ekki eitthvað sem ég hef einhvern sérstakan áhuga á. Reyndar er þessi mynd um miklu meira en bara box en ætli hún hafi ekki bara verið aðeins of hefðbundin fyrir minn smekk. Bara ekki alveg minn tebolli. Engu að síður fínasta mynd og ég skemmti mér vel yfir henni. Aviator hefði samt átt að fá óskarinn. Million Dollar Baby fær 68 af 100 í einkunn.
Annars er ég bara mjög hress og kátur og hef það bara fínt þessa dagana. Svo virðist sem ég sé ekki að fara að leika í leikritinu sem Stúdentaleikhúsið er að setja upp núna en ég mun samt reyna að verða e-r hluti af þessu. Hjálpa til við sviðsmyndina og e-ð. Kemur allt í ljós. Annars held ég að verkið verði frumsýnt 18. mars.
Inntökupróf fyrir leiklistarskólann eru svo í gangi þessa dagana og alls tóku 14 (held ég) úr Stúdentaleikhúsinu þátt. Tilkynnt var í dag hverjir komust áfram í aðra umferð og af þeim 34 sem komust áfram voru 11 úr stúdentaleikhúsinu og óska ég þeim til hamingju með það og vonandi komast sem flest þeirra alla leið! Þau eiga það allaveganna öll skilið. Líka þessi sem komust ekki áfram og vonandi gengur þeim bara betur næst.
Held ég hafi ekki meira að segja í bili.
Bless og takk fyrir.
Plötur:
Beck - Guero(10/10)
Bloc Party - Silent Alarm(9.5/10)
Architecture In Helsinki - Fingers Crossed
The Beatles - White Album(11/10)
Human League - Dare!
Stuðmenn - Tvöfalda Bítið
Queens Of The Stone Age - Lullabies To Paralyze
Belle and Sebastian - Dear Catastrophe Waitress
Tom Waits - Small Change
Creedence Clearwater Revival - Green River
Creedence Clearwater Revival - Creedence Clearwater Revival
The Art Of Noise - Daft
The Wrens - Meadowlands
og margt fleira...
<< Home