Innrásin frá Mars
Ég skellti mér í bíó á myndina War Of The Worlds og fannst hún bara fín. Ég hafði heyrt marga slæma hluti um myndina og sumir höfðu varað mig við henni en ég ákvað að sjá hana engu síður þar sem ég leit á það sem skylduverk mitt sem kvikmyndagúrú að sjá þessa mynd. Steven Spielberg er mjög misjafn leikstjóri en flestar mynda hans hafa mér þótt nokkuð góðar engu að síður og ég missi ekki af mynd eftir hann. Svo var hún að fá alveg ágætis dóma. Myndin reyndist síðan hin fínasta skemmtan að mínu mati og er ég ágætlega sáttur með hana. Ég ákvað líka ekki að búast við miklu, þetta er jú Spielberg mynd og Hollywood mynd þannig að auðvitað er hún væmin og klisjukennd og heimskuleg en hún virkar samt ágætlega þrátt fyrir það. Hún er bara svo andskoti flott og spennandi að hún lætur mann gleyma mestallan tíma hvað hún er kjánaleg. Væmnin í myndinni var pirrandi á köflum en hún var sjaldan e-ð yfirdrifin og fátt sem fór virkilega í taugarnar á mér. Svo hef ég séð miklu verra. Einnig hef ég heyrt marga tala um hvað endirinn var ömurlegur en hann var ekki alveg eins ömurlegur og ég bjóst við. Áður en ég tala um hann ætla ég að setja aðvörun fyrir fólk sem hefur ekki séð myndina. Hér kemur hún: SPOILER SPOILER SPOILER. Málið með endinn er það að maður vissi það allan tímann að það yrði svona reunion og auðvitað var það smá væmið en miðað við hvernig mynd þetta er þá var þetta nú ekkert svo slæmt. Þetta var frekar stutt atriði, innan við mínúta að lengd, þannig að ég sé ekki hvernig þetta getur eyðilagt heila mynd. Og ef fólk er e-ð að böggast út af sýkladæminu þá verður það að gera sér grein fyrir því að upprunalega sagan endaði með því líka. Frekar að enda hana svona en að hafa einhvern væmin, hetjulegan slow-mo bardaga eða eitthvað álíka. Myndin er náttúrulega alls ekkert meistaraverk og mér finnst soldið pirrandi hvað allar myndir Spielberg nýlega þurfa að snúast um slæma feður. Spielberg sjálfur átti víst slæman föður og þarf einhvern veginn að troða því í allar(eða flestar) myndir sínar. En þrátt fyrir þetta skemmti ég mér ágætlega á myndinni. Hún var hröð, spennandi og helvíti flott. Leikur og handrit hefði getað verað betra en líka mun verra. Ég gef henni 63 af 100.
Annars fjárfesti ég í ipod fyrir stuttu og hefur fjöldi platna sem ég hef hlustað verið gífurlegur þar sem ég get núna hlustað á músík í vinnunni. Listinn af plötum er of langur til að lista hér þannig að ég ætla bara birta þær bestu.
The Delgados - Hate
Radiohead - Pablo Honey(78)
Minutemen - Double Nickels On The Dime
Ted Leo and The Pharmacists - Shake The Sheets(87)
Death Cab For Cutie - Transatlantisicm
Badly Drawn Boy - Have You Fed The Fish?
Mercury Rev - The Deserters Songs
Nick Cave and The Bad Seeds - The Good Son
Tom Waits - Small Change
<< Home