Haven´t i met you before, Mrs. Dejavue ?
Ég mæli með að fólk tjekki á þessu. Þarna er að finna Metallica lög í dúr, en þau eru öll samin í moll, og kemur það út á mjög fyndin og skemmtilegan hátt. Voða jolly og hresst, sem Metallica lög eru ekki þekkt fyrir að vera.
Annars sá ég eitt mjög ánægjulegt í mogganum í gær en það er það að diskurinn Illinoise með Sufjan Stevens komst inn á íslenska listann. Alltaf gaman þegar virkilega góð músík er að seljast.
Svo mæli ég með Broken Flowers ef þið ætlið í bíó. Myndin er eins og klæðskerasaumuð fyrir Bill Murray enda hafði leikstjórinn Jim Jarmusch hann í huga þegar hann skrifaði handritið og erfitt að ímynda sér nokkurn annan leika þetta hlutverk betur. Myndin er mjög hæg á köflum og mörg atriði í henni þar sem Bill gerir ekkert nema sitja og stara út í loftið en það kemur yndislega út þökk sé skemmtilegum svipbrigðum Bills. Bara að horfa á hann með sólgleraugu var virði aðgöngumiðans. Myndin er þannig séð ekkert meistaraverk en engu að síður mjög skemmtileg og í augnablikunu eflaust besta myndin sem er verið að sýna í bíó(fyrir utan Sin City vitaskuld). Hún fær 70 af 100 hjá mér.
Lögin:
Major Metallica - Enter Sandman
De La Soul - Me, Myself and I
Maximo Park - The Coast Is Always Changing, All Over The Shop
Plöturnar:
Maximo Park - A Certain Trigger(85)
Weezer - Make Believe(70)
Sonic Youth - Sister, Evol
Spoon - Gimme Fiction, A Series Of Sneaks
Of Montreal - Satanic Panic In The Attic, The Sunlandic Twins(91)
Futureheads - Futureheads(69)
Sufjan Stevens - (Come on feel the)Illinoise
The Ponys - Laced With Romance, Celebration Castle
<< Home