My future´s so bright, i gotta wear shades
Núna er kominn annar dagur og tími fyrir aðra færslu. Ég ætla að ljúka henni af svo ég þurfi ekki að hafa áhyggjur af henni á morgun (í dag). En um hvað skal blogga?
3 vinir mínir hafa birt færslur um sólgleraugu og reynslu sína af sólgleraugum og ég ætla halda áfram að vera ófrumlegur og í leiðinni vera hluti af hópnum og gera slíkt hið sama. Það er bara eitt vandamál: Ég hef átt mjög fá sólgleraugu um ævina og því á ég ekki mikla sólgleraugnasögu. Ástæðan er einföld: Ég nota gleraugu. Ég hef aldrei notað linsur (ég hreinlega nenni því ekki) og er blindur án gleraugnanna og því ekki mikið vit í því fyrir mig að nota sólgleraugu. Einu sinni keypti ég svona sólgleraugnagler til að setja á gleraugun mín en það leit hálfbjánalega út og því notaði ég þessi gler lítið. Þar er sólgleraugnasaga mín öll. Ef ég mun einn daginn komast á lagið með það að nota linsur eða fara í laseraðgerð á augunum þá mun ef til vill hefjast mikil sólgleraugnasaga en það á tíminn einn eftir að leiða í ljós. Sólgleraugu eru mjög sniðugt fyrirbæri og maður er sjaldan jafn svalur og þegar maður er með übersvöl sólgleraugu og því vona ég að ég muni einn daginn geta gengið um með sólgleraugu án þess að hafa áhyggjur af því að sjá ekki neitt.
<< Home