Friday, March 23, 2007

Leiðinleg dagbókarfærsla

Krizzi hefði ekki getað valið verri viku. Ég er búinn að vera að vesenast í allan dag og það stefnir í aðra ömurlega bloggfærslu því ég er þreyttur og varla í skapi til að blogga.

Áðan hjálpaði ég bróður mínum á upptökur á myndefni sem á að nota í eitthvað kynningarmyndband fyrir Carlsberg. Þetta var semsagt eitthvað fínt matarboð á Hótel Borg þar sem starfsfólk frá hinum og þessum veitingastöðum, að ég held, mætti til að hlusta á bjórsérfræðinga frá Carlsberg talar um bjór. Ég held ég hafi aldrei heyrt neinn tala jafn heimspekilega og fræðilega um bjór og einn gaurinn sem er víst aðalbruggarinn þeirra. Hann hlýtur að vera með mastersgráðu í bjórfræði eða eitthvað. Ég man ekki nákvæmlega hvað hann sagði en það var afskaplega leiðinlegt. Svo tókst honum að velta borðinu um koll og hellti niður fullt af bjór, það var fyndið. Var þetta ekki áhugavert? Ég held að þessi bloggfærsla stefni í að vera leiðinlegri og innihaldslausari en sú síðasta enda er ég að blogga af skyldurækni og það á maður ekki að gera. Nema þegar það er skorað á mann.

Ég er líklega að fara á Hróarskeldu í ár. Þetta verður fjórða skiptið mitt og kannski það síðasta, allaveganna í bili. Til þessa er búið að tilkynna nokkur fín bönd og tónlistarmenn, t.d. The Arcade Fire, The Who, Beastie Boys og Björk. Ég er samt mest að vonast eftir því að Radiohead, !!!, Deerhoof, Of Montreal, Modest Mouse, Smashing Pumpkins og/eða LCD Soundsystem verði í ár. Helst öll þessi bönd. Það væri líka gaman að sjá Belle & Sebastian og Sonic Youth aftur.


Bla bla bla. Ég er þreyttur og nenni þessu ekki. Kannski koma geðveikar færslur um helgina. Kannski ekki. En ég fæ allaveganna tölvuna mína aftur á morgun. Jibbí!