Handahófskenndar hugleiðingar um stjórnmál og Eurovision
Your political compass
Economic Left/Right: -6.75
Social Libertarian/Authoritarian: -7.33
Ég er ss 6.75 til vinstri og 7.33 frjálslyndur(af 10 held ég) ef þið fattið ekki.
(Ég peistaði töflu sem sýndi þetta hérna en hún kom eitthvað fáránlega út og ég kann ekki að setja hana rétt inn, þið getið tekið prófið til að sjá hvernig hún lítur út)
Prófið.
Ég tók þetta próf síðast fyrir 4 árum og fékk þá þetta út: Economic Left/Right: -5.12 Authoritarian/Libertarian: -7.33. Ég er semsagt frjálslyndur sem fyrr en hef snúist meira til vinstri á 4 árum ef eitthvað mark er að taka á þessu prófi. Persónulega finnst mér hægri/vinstri full þröng skilgreining á pólítískri afstöðu, heimurinn er ekki svona svart-hvítur, en ég kann ekki að svara því hvaða leið sé betri. Þetta próf bætir inn í libertarian/authoritarian (frjálslyndur/valdlyndur?) sem hjálpar kannski eitthvað að lýsa því betur hvar maður stendur.
Ég hef aldrei verið viss hvar ég stend stjórnmálalega séð, hef aldrei verið sérlega hrifinn af neinum stjórnmálamanni/flokk á Íslandi og held að hvaða stefna sem sé ráðandi þá verði aldrei hægt að gera öllum til geðs og því sé engin ein stefna "best" að því leyti, en ég þarf kannski bara að spá meira í pólítík. Hægri og vinstriflokkar vilja oftast sömu hlutina en vilja bara ekki fara sömu leiðina, vinstrimenn eru á móti hlutum eins og álverum og vilja að ríkið styrki allan andskotann en þá segja hægrimenn: "En hvar eiga peningarnir að koma?" og það er oft erfitt að segja. Ef ekki virkja og einkavæða allt hvaðan eiga peningar að koma þá? Ég kann ekki svarið við þessu, ekki ennþá að minnsta kosti. Mér er annt um umhverfið og vil styðja þá sem minna mega sín og vil einnig að listir og menning skipi stóran sess í samfélaginu. En samfélagið þarf peninga til að geta þrífst.
Eða hvað? Ég veit ekki hvort kommúnismi sé málið, virkar það að allir fáu sömu laun? Stuðlar það ekki bara að einsleitni og letjar fólk? En síðan þegar fólk græðir mikla peninga missir það sig oft og fer bara að vilja græða meira og meira og eyðir í alls kyns vitleysu eins og að fá Elton John til að syngja í afmælinu sínu. Kapítalismi stuðlar líka að einsleitni, þar snýst allt um að selja vörur og eru gæðin oft aukaatriði. Þökk sé kapítalismanum þá eru Hollywood myndir alls ráðandi í kvikmyndahúsum á Íslandi á meðan myndir frá öðrum löndum eru bara sýndar á hátíðum. Síðan er það hinn gullni meðalvegur, en hann er jafnvel verstur. Þegar reynt er að fara einhvern milliveg endar það oft með því að vera ógeðslega leiðinlegt, gott dæmi um það er Eurovision keppnin. Hún á að höfða til allra og móðga engan en verður þar af leiðandi gríðarlega óspennandi og leiðinleg að mestu þó stundum megi hlæja að henni. Eitt er víst, það mun aldrei vera til nein stjórnmálastefna sem mun höfða til allra og það verður alltaf deilt um hvernig á að stjórna hlutunum. En er það ekki bara allt í lagi? Er ekki fínt að hafa eitthvað til að tala um og hafa smá spennu í hlutunum, er það ekki það sem gefur lífinu lit? Ekki viljum við að lífið verði ein stór Eurovision keppni.
<< Home