I-tunes leikur
i-Tunes leikur!
settu spilarann á shuffle og skiptu um lag fyrir hverja spurningu!
(Alltaf gaman að sjá hvað maður fær út úr svona)
þetta lag lýsir persónuleika þínum ;
Fourthree - yourcodenameismilo
(hmm....)
þetta lag lýsir útliti þínu ;
So It Goes - The Verve
(Já...)
þetta lag lýsir hvernig þú verður eftir 10 ár ;
Leyndarmál Frægðarinnar - Das Kapital
(Lýst mér á!)
þetta lag lýsir hvað vinum þínum finnst um þig ;
ap68r - Austin Powers
(Þetta er ss þegar Dr. Evil er að segja syni sínum, Scott Evil, hvað honum finnst um hann og öfugt: "I hate you, i hate you! I wish i was never artificially created in a lab!" Can´t win ´em all...)
þetta lag lýsir hvað foreldrum þínum finnst um þig ;
Yesterday - The Beatles
(Þau sjá eftir að hafa átt mig?)
þetta lag lýsir hvað þér finnst um vini þína ;
Six Pack - Black Flag
(Mér finnst ss vinir mínir vera badass gaurar með nettan six pack?)
Þetta lag lýsir hvað þér finnst um þann sem þú ert hrifinn af ;
Frelsi Andans - Trúbrot
(Jú jú ætli hún geti ekki frelsað anda minn)
þetta lag lýsir því hvað þeim sem þú ert hrifin af finnst um þig ;
Care Bears Theme - 80´s Cartoon
(Aww...)
þetta lag lýsir tilfinningunni sem þú finnur fyrir þegar þú sérð þann sem þú hatar mest ;
Can´t Get Enough - Bad Company
(Ok....)
þetta lag lýsir mottóinu þínu ;
Prison Sex - Tool
(I like it rough)
þetta lag lýsir skapinu sem þú ert í ;
Double Dragon 2 - Mission 5: Forest of Death - The Advantage
(Þetta er svona hetjulag, ég var að sjá Beowulf. Ætli maður sé ekki í smá hetjuskapi eftir hana)
þetta lag lýsir fyrsta skiptinu þínu ;
Canned Heat - Help Me
(Right)
þetta lag lýsir persónunni sem þú ert hrifinn af ;
Right To Lite Tonight - Blood On The Wall
(hmmm....)
þetta lag lýsir því hvað fólki finnst um þig þegar það sér þig fyrst ;
Strasbourg - The Rakes
(Textinn í þessu lagi fjallar um kommúnisma og kalda stríðið. Smá textabrot:
" I'll meet you in West Germany
October 1983
I know that freedom was a lie
And your husband was a spy"
Minni ég fólk á gamla og vonda tíma þá?)
þetta lag lýsir framtíðinni þinni ;
The Wondrous Boat Ride - Willy Wonka Soundtrack
(Ég bíð spenntur eftir framtíðinni)
Þetta lag lýsir starfinu sem þú munt vinna við ;
Through The Looking Glass/Love Reign Over Me - Babyshambles
(Já....looking glass gæti verið kamera...mun ég þá gera rómantískar myndir....eða klámmyndir?)
Annars var ég að sjá myndina Beowulf í bíó eins og ég minntist á og hún var bara alls ekki svo slæm. Trailerinn var ekki allt of heillandi og ég er ekkert rosalega hrifinn af þessum teiknimyndastíl en myndin reyndist bara vera frekar töff og maður var fljótur að venjast stílnum. Myndin er óneitanlega flott, þetta er jú Robert Zemeckis mynd og er eins og við er að búast af honum því full af flottum skotum og skemmtilegum "set pieces" eins og bardagi við dreka sem er með flottari bardagasenum sem ég hef séð undanfarið. Leikararnir standa sig flestir með prýði fyrir utan kannski Angelinu Jolie, hún var svo sem ekkert hræðileg en mér finnst hún bara ekkert spennandi leikkona. Lítið meira en augnayndi en mér hefur heldur aldrei fundist hún það flott samt. Alveg flott, bara ekki fallegasta kona í heiminum eins og sumum finnst. Ray Winstone, Anthony Hopkins og Brendan Gleeson eru aftur á móti að brillera eins og alltaf. Þessi mynd er engin skömm við ljóðið fræga og bara hin fínasta afþreying. Svo virkaði 3-D effektinn ágætlega. Hún fær 3 af 5 hjá mér. Langt frá því að vera eitthvað meistaraverk en ég er nokkuð sáttur þar sem ég bjóst ekki við miklu.
<< Home