Tuesday, June 26, 2007

Beam me up, Ewan!

Samkvæmt DV í dag þá er Matt Damon orðaður við það að leika ungan Captain Kirk í nýrri Star Trek mynd sem mun fjalla um Enterprise áhöfnina á árdögum sínum, þegar Kirk og Dr. Spock kynnast í "The Starfleet Academy" og hvernig allt þetta Star Trek ævintýri hófst. Mér finnst hugmyndin áhugaverð en síðan er spurning hvort Damon kallinn virki í hlutverki kafteinsins. Berum þá Damon og William Shatner aðeins saman:























Þið verðið að afsaka vanhæfni mína í html. Þetta verður að vera svona í bili. En mér sýnist annars vera ofurlítill svipur með þeim kumpánum, Damon hefur sýnt í Bourne myndunum að hann er þokkalegasta hasarhetja og maðurinn er yfir höfuð mjög góður leikari þannig að ég held að það hefði verið hægt að velja marga verri til að leika Kirk, vonum bara að drengurinn klúðri þessu ekki. Síðan á Adrien Brody víst að leika Dr. Spock og Gary Sinise að leika Dr. McCoy(Bones), báðir góðir leikarar sem gætu sloppið með skrekkinn. Ég er samt ánægðastur með að J.J. Abrams sé að leikstýra myndinni, hann gerði síðast Mission: Impossible 3 sem er að mínu masti besta M:I myndin og bara hörku hasarmynd og vona ég að Abrams takist jafn vel með þetta verkefni. Umfjöllunin um myndina í DV gekk samt aðallega út á það að myndin yrði tekin hér á landi og vonandi verður eitthvað úr því, kannski maður sæki um hlutverk og fái að leika ungan og hressan Vúlkan eða Klingon.

Það verður annars áhugavert að sjá hverjir leiki restina af krúinu. Ég legg til að Tony Leung leiki Sulu, Ewan McGregor leiki Scotty og Beyonce Knowles leiki Uhura. Mér dettur enginn í hug sem stendur sem gæti leikið Chekov, einhverjar hugmyndir?

...

Eftir örfáa klukkutíma mun ég stíga um borð í flugvél sem mun ferja mig og félaga mína til Danaveldis þar sem ég mun eina ferðina enn fara á Roskilde Festival. Ég mun dvelja í Danmörku næstu 2 vikurnar og kveð því ykkur öll hér með í bili og vona að þið hafið það gott án mín á klakanum. Svo stefni ég á að reyna að hleypa lífi í þetta blogg þegar ég kem heim og reyna að byrja að blogga aftur með reglulegu millibili. Ég kveð í bili. Lifið heil.