This n that
Ég er kominn heim og það er meiraðsegja liðin rúm vika síðan! Svona líður tíminn fljótt. Ég er búinn að læra að eftir því sem maður verður eldri er tíminn alltaf fljótari að líða, áður en ég veit af því verð ég orðinn gamall maður. Kann einhver að hægja á tímanum? Ég stefni annars á að skrifa feita færslu um Hróaferðina á næstu dögum, myndskreytta og alles. Stay tuned.
...
Ég er mjög svo sáttur með þá staðreynd að eitt af bestu starfandi böndunum í dag, Deerhoof, verða á Airwaves í ár. Annað snilldarband sem nefnist !!! munu einnig spila á sömu hátíð. Ég held þetta verði gott Airwaves í ár.
...
Nýjasta mynd QT, Death Proof, er fucking geðveik. Myndin nær þessum cheesy 70´s b-mynda anda en nær um leið að vera mjög áhugaverð og vönduð líka og bara fáránlega skemmtileg og töff. Næstbesta mynd sem ég hef séð í bíó í ár á eftir Inland Empire. Ef nokkrar fleiri myndir í þessum gæðaflokki koma í ár verður þetta brilliant kvikmyndár. Það er líka eins gott eftir hið slappa kvikmyndaár sem var 2006.
Over and out!
<< Home