Tuesday, March 22, 2005

Jæja

Jæja krakkar mínir, þið segið það. Þið eruð svona hress. Ha!?!?!? Bara í gó...

Ok nóg rugl.

Þið verðið að afsaka bloggleysi undanfarna daga en ég hef einfaldlega verið aðeins of upptekinn til þess að blogga. En núna hefur uppteknin minnkað talsvert og mér gefst tími til að blogga smá.

Ég var að koma heim af frumsýningapartíi nýja leikrits Stúdentaleikhússins, Tilbrigði Við Sjófugl. Frumsýningin gekk bara einkar vel verð ég að segja og ég stóð mig eins og hetja á ljósaborðinu þótt ég segi sjálfur frá. Annars verð ég að viðurkenna að þegar ég sá fyrst rennslið á sýningunni var ég ekki alveg viss hvað átti að halda og fannst eins og þetta hefði bara klúðrast. En málið var að þetta var bara mjög lélegt rennsli og sýnir það hversu mikilvægt er að leikararnir séu einbeittir og fullir af orku og leikgleði en þessir hlutir voru ekki til staðar í þessu rennsli. En svo varð sýningin betri með hverju rennsli og lokaniðurstaðan er að þetta er bara helvíti gott leikrit. Kannski ekki alveg eins gott og Þú Veist Hvernig Þetta Er en það er líka varla hægt að toppa það. En ég hvet fólk eindregið til að sjá þessa sýningu og mun ég auglýsa þá sýningartíma sem eftir eru á næstu dögum.

Frumsýningarpartíið sjálft var líka ansi hresst og var þar mikið drukkið, dansað og fíflast. Bara þetta venjulega frumsýningpartísdót. Leikstjórarnir voru svo góðir að gefa öllum leikhópnum og aðra sem komu að leikritinu orkusteina að gjöf, ég fékk t.d e-ð sem kallast bergkristall sem á að veita mér vernd og öryggi og e-ð. Gaman að því. Svo tóku nokkrar manneskjur sig til og mynduðu einhvers konar stomp stemningu. Einn spilaði á trommur á meðan aðrir spiluðu á það sem var hendi næst, t.d Jack Daniels flösku. Þetta stóð yfir í svona klukkutíma og var mjög áhugavert að fylgjast með þessu. Í heildina séð var þetta bara nokkuð gott partý. Halelúja!


En núna er maður kominn í páskafrí og stefni ég á mikla afslöppun næstu daga fyrir utan það að það verða nokkra sýningar á leikritinu og svo þarf ég að klippa e-ð vídjóstöff en það er bara gaman. Ef þið viljið koma og leika við mig í páskafríinu þá endilega hafið samband við mig, ég er alltaf til í að skemmta mér.

Ég ætla að segja þetta gott í bili. Lifið heil og farið vel með ykkur. Bless og takk fyrir mig.

Plötur:

The Killers - Hot Fuss(8.5/10)
The Bloc Party - Silent Alarm(9.5/10)
Talking Heads - ´77(10/10)
Singapore Sling - The Curse of Singapore Sling
Deerhoof - Apple O´
David Bowie - London Boy(8/10)
David Bowie - Ziggy Stardust
David Bowie - The Man Who Sold The World
Autechre - Incunabula