Friday, March 11, 2005

Planet Of The Giraffes

Í gær sá ég Eddie Izzard. Ég held það sé öruggt að segja að þar sé á ferðinni fyndnasti núlifandi maður í veröldinni. Jafnvel fyndnari en Jón Gnarr. Mér finnst það að minnsta kosti. Ansi langt síðan ég hef hlegið svona mikið á jafn stuttum tíma. Þetta sannaði líka að hláturinn lengir lífið, mér leið að minnsta kosti mjög vel eftir á þannig að allur þessi hlátur hlýtur að hafa gert mér eitthvað gott.

Annars fékk þetta mig líka til að pæla hvort ég ætti að fara að gera eitthvað í því að gerast stand up grínisti. Ég veit að mig langar rosalega til þess en það er spurning hvort ég verði e-ð góður. Ég fékk góðar viðtökur þegar ég var með stand-up í MH í fyrra en þar var líka meirihluti áhorfenda litlar gelgjur sem hlæja að öllu. Svo er ég voða misfyndinn. Stundum tekst mér vel upp í að fá fólk til að hlæja en á öðrum stundum er ég hræðilega ófyndinn. Einnig á ég svolítið erfitt með að standa upp á sviði fyrir framan fullt af fólki sem ég þekki ekki neitt og athyglin er öll á mér. Á nógu erfitt með að flytja fyrirlestra í skólanum. Það virðist stundum eins og það sé einhver lítill kall sem slökkvi á allri heilastarfseminni í mér þegar ég stend og tala fyrir framan fullt af fólki. Á oft erfitt með að hugsa skýrt í þessum aðstæðum. Þetta er samt að lagast og það hjálpar mjög mikið að vera í leiklistinni. Vonandi næ ég laga þetta sem fyrst. Ég á líka við sama vandamál að stríða þegar kemur að því að reyna við stelpur, langar alltaf rosalega að segja eitthvað sniðugt en í staðinn er ég oftast bara alveg tómur. Vonandi fer það einnig að lagast.

Já já, gaman að þessu.


Plötur:

Einsturzende Neubaten - Halber Mensch
Electric Light Orchestra - First Movement
The Strokes - Room On Fire(9/10)
Devendra Banhart - Oh Me Oh My...
Hot Chip - Coming On Strong
Annie - Anniemal
Love - Forever Changes
Love - Da Capo