Wednesday, March 09, 2005

Soneretta

Whoa, baby! Mér leiddist svo mikið áðan að ég ákvað að taka til í herberginu mínu. Hversu leiddur (er þetta góð þýðing á bored ? Er hægt að orða þetta betur ?) er það ?

Annars kíkti ég á Snapp kvöld MH áðan og það var bara frekar slappt. Engin þáttaka og engir áhorfendur. Hvað er málið ? Ég sem hélt að Snapp kvöld MH væri stórviðburður ?

En svo er það komið á hreint með leikritið. Dömur mínar og herrar: Svo virðist sem ég verði ljósamaður leikritsins að þessu sinni. Einnig mun ég líkast til sjá um e-a hljóðeffekta. Ég er bara nokkur sáttur við það enda vantar mig einmitt svona reynslu. Langar rosa mikið að kunna á svona græjur og geta notað þær. Annars er búið að færa frumsýningardaginn frá 18. til 21. mars. Aðeins 12 dagar í þetta!


Hér kemur svo ein pæling: Hafa nokkurn tíma verið samin e-r lög um páskana ? Það hafa verið samin jólalög, nýárslög og 17. júní lög en ég veit ekki um nein páskalög. Hvernig væri að semja hresst páskalag ? Með texta á borð "Ó Jesú Bróðir besti á krossinum hékk! Hann hékk þar steindauður og alblóðugur". Svo væri hægt að halda svona páskaball þar sem fólk dansar í kringum krossfestan Jesús. Það væri klikkað.