Kvikmyndapælingar
Vúhú. Ég var að lesa svolítið mjög skemmtilegt á netinu. Kevin Smith er að fara að gera Passion Of The Clerks og Fletch 3 (sem mun heita Fletch Won). Clerks er ein af mínum uppáhaldsgamanmyndum og það eru miklar gleðifréttir að Kevin sé loks að gera framhald af henni. Fletch myndirnar með Chevy Chase eru klassískar gamanmyndir og svo skemmtilega vill til að ég horfði á fyrstu myndina áðan og er hún bara alveg jafn góð og mig minnti, ef ekki betri. Kevin ætlaði að gera Fletch 3 fyrir nokkrum árum en varð að fresta því út af öðrum verkefnum og var Jason Lee orðaður við aðalhlutverkið og vona ég það haldist. Vonandi klúðrar hann þessu ekki og bara það að hann ætli að gera þessar myndir fær mig til að fyrirgefa honum fyrir að gera viðbjóðinn sem Jersey Girl var. Djöfull var hún ömurleg.
En meira um fyrstu Fletch myndina sem ég horfði á áðan. Sú mynd er eiginlega bara skólabókardæmi um hvernig á að gera almennilega gamanspennumynd. Í fyrsta lagi er almennilegur söguþráður í henni en oft í svona spennugamanmyndum er plottið einfalt, fyrirsjáanlegt og göttótt. Það á sem betur fer ekki við um þessa mynd. Í öðru lagi gengur myndin ekki of langt í fíflaskap. Karakterarnir í myndinni eru ekki mongólitar heldur frekar eðlilegt og vel gefið fólk en það vill oft vera þannig í svona myndum að allir karakterarnir séu þroskaheftir. Eins og t.d í Big Momma´s House þar sem fólk trúði því að Martin Lawrence væri gömul kona. Ef það á að hafa fíflaskap í svona mynd þá verður helst að ganga alla leið, myndin verður öll að vera algjört kjaftæði. Það er bara slæm blanda að hafa fullt af fíflalátum og vitleysisskap í mynd sem er svo full af ofbeldi og blóði og með e-m svaka plotti. Erfitt að taka plottið alvarlega og í raun bara hafa nokkuð gaman af myndinni. Það þarf allaveganna mikla hæfileika til að blanda saman gamni og alvöru og gera það vel. Ef það er ekki vel gert þá verða alvarlegu atriðin leiðinleg og draga niður myndina. Svo er myndin ekki of löng og það eru engir leiðinlegur útúrdúrar eða væmni eða neitt kjaftæði. Hún heldur sig bara við það sem skiptir máli: Gott plott, skemmtilega karaktera og fullt af góðum one-linerum. Það eina sem góð gamanspennumynd þarf. Fletch fær 72 af 100 hjá mér.
Annars er leiðinlegt hvað hefur orðið um Chevy Chase. Á 9. áratugnum var þetta einn fyndnasti maður í heiminum en núna er hann orðinn gamall og þreyttur og leikur bara í e-m lélegum fjölskyldumyndum á borð við Vegas Vacation. Einu góði hlutverkin sem hann hefur fengið nýlega eru smáhlutverk á borð við lækninn í Dirty Work. Svipað má segja um Steve Martin og Eddie Murphy. Kringum 1985 voru þetta fyndunustu menn jarðar og léku í hverri snilldinni á fætur annarri en núna leika þeir bara í e-m ömurlegum fjölskyldugrínmyndum á borð við Daddy Day Care, Haunted Mansion, Cheaper By The Dozen og Bringing Down The House. Ætli þeir hafi ekki mýkst með aldrinum blessaðir mennirnir. Synd og skömm!
Bless og takk fyrir mig.
Plötur:
Unkle - Psyence Fiction
Unkle - Never Never Land
A Perfect Circle - Thirteenth Step
µ-ziq - Lunatic Harness
Bloc Party - Silent Alarm(9.5/10)
...and you will know us by the trail of the dead - Madonna
...and you will know us by the trail of the dead - Source Tags and Codes
<< Home