Saturday, September 10, 2005

Lélegt Sjónvarpsefni

Áðan horfði ég á annan þáttinn af Stelpurnar, nýja íslenski sketsaþáttiurinn sem er sá fyrsti af sínu tagi(að ég held) þar sem flestir aðalleikararnir eru kvenkyns. Ég var að vonast eftir að þarna væri á ferðinni ágætis þáttur, kannski ekki í sama gæðaflokki og Fóstbræður en þó að minnsta kosti álíka góður og Svínasúpan. Íslenskt grín hefur verið frekar slappt gegnum tíðina að mínu mati, ef undan er skilið flest sem Tvíhöfði og Radíusbræður hafa gert, og hefði verið mjög gaman að sjá loksins hóp af almennilegum kvengrínistum en það hefur verið frekar lítið af þeim á klakanum.

Því miður reyndist Stelpurnar vera vægast sagt ömurlegur þáttur. Hann var ekki vitund fyndinn. Fullt af hugmyndum sem hefðu getað orðið að góðum sketsum en stelpurnar virðast ekki hafa hundsvit hvernig á að gera góðan skets og halda að góð hugmynd ein dugi. Það vantaði oftast punchlineið í sketsana og þeir voru flestir frekar stuttir og húmorinn á algjöru leikskólastigi. Sumir af þessum bröndurum hefðu kannski getað virkað í réttum höndum en þeim tókst að klúðra þessu öllu. Stelpurnar léku flestar alveg hrikalega og þá fór Ilmur Kristjánsdóttir hvað mest í taugarnar á mér með sínum fáránlegu töktum og hryllilega ofleik. Það var nákvæmlega ekkert ferskt eða sniðugt í þessum þætti og ég held bara að hann toppi Spaugstofuna í ömurlegheitum. Það skemmtilegasta í þessum þætti var þegar kunningja mínum Freysteini Oddsyni brá fyrir í einum sketsi sem elskuhuga sér mun eldri konu. Einnig sást Kapteinn Katrín í einum skets. Hvorugt þeirra sagði orð en þau voru samt mun betri en restin af þættinum.

Ég horfði síðan á Það Var Lagið sem er í raun ekki mikið betri þáttur en á það þó til að vera skemmtilega hallærislegur. Ég held samt að ég mun aldrei skilja hvers vegna Hemmi Gunn er svona elskaður af þjóðinni. Fyrir utan hvað hann er hallærislegur og einstaklega allt of hress þá er sviðsframkoma hans ekki upp á marga fiska þar sem hann á oft í erfðileikum með að prumpa út úr sér orðum og lítið vit er í flestu sem hann segir. Raggi Bjarna var einn af gestunum í þessum þætti og þar er annar maður hvers vinsældir ég skil illa. Hann virkar á mig sem frekar creepy* týpa auk þess sem hann talar alltaf eins hann sé fullur og virðist auk þess vera algjörlega út úr heiminum.

Segjum þetta gott í bili.


*Það vantar almennilega íslenska þýðingu á þessu orði, ógnvekjandi segir orðabókin en mér finnst það ekki passa í þessu samhengi

Lögin:

David Byrne - Glass, Concrete and Stone
Fun Lovin Criminals - Loco
Buff - Glerbrot

Plöturnar:

The Mars Volta - Frances The Mute(75)
The Doors - The Doors
Clap Your Hands Say Yeah - Clap Your Hands Say Yeah(89)
Yes - Yes, Time And A Word, The Yes Album
The New Pornographers - Mass Romantic, Electric Version, Twin Cinema
Pavement - Slanted And Enchanted
Sonic Youth - Murray Street