Teen Age Riot
Atli Viðar Klukkaði mig þótt það sé þegar búið að klukka mig tvisvar. Hann er svo sniðugur! En allaveganna þá held ég hlýði því bara, ég meina af hverju ekki? Mér finnst þetta gaman.
1. Ég er með næstum engin bringuhár.
2. Mér finnst ananas vondur.
3. Ég sparkaði einu sinni í kött þegar ég var 7 ára.
4. Þegar ég var lítill var ég sjúklega hræddur við hunda. Ég veit ekki af hverju, eflaust hefur hundur ráðist á mig þegar ég var 2 ára eða eitthvað og ég myndað fóbíú gagnvart þeim út frá því. Mér hefur að mestu tekist að yfirstíga þessa hræðslu en samt ekki alveg. Mér líður ennþá svolítið óþægilega í kringum hunda. Eitt er víst: ef ég fæ mér gæludýr einhverntíma verður það ekki hundur, held ég myndi frekar fá mér eðlu eða hamstur. Ég myndi líka aldrei nenna að fara út að ganga með hundinn.
5. Ég er með innrammaða mynd af Dolph Lundgren á skrifborðinu mínu sem ég fékk í afmælsigjöf, mér finnst hún geðveikt kúl!
Danke schön meine damen und meine herren. Auf wiedersehen!
<< Home