Tuesday, December 13, 2005

Söknuður

Ok, síðustu tvær færslur voru um blökkumenn þannig að núna ætla ég að tala um hvítan mann sem ég sakna.

Sá maður er Rick Moranis.

Hann er ekki dauður en það hefur lítið sést til hans í 10 ár eða svo. Hvers vegna?

Samkvæmt imdb þá lést konan hans fyrir aldur fram árið 1991 og var Rick lengi að jafna sig á því og dróg sig úr sviðljósinu. Síðan tók hann þá ákvörðun að fara að vinna mun meira bak við tjöldin og hefur hann sama og ekkert sést fyrir framan myndavélina síðan þá.

Rick var snilldarleikari og brilleraði í myndum eins og Ghostbusters, Little Shop Of Horrors, Honey, I Shrunk The Kids, Parenthood, Spaceballs og fleiri góðum. Það er því mikill missir í honum.

Komdu aftur, Rick!




Er hægt að vera meira cool?