Thursday, March 30, 2006

Love will tear us apart

Númer 6!

Ég fékk komment við síðustu færslu sem fjallaði um muninn á væmni og rómantík og því öllu. Þetta þykir mér skemmtileg og áhugaverð pæling. Hvenær verður eitthvað væmið? Hver er munurinn á að eitthvað sé væmið eða fallegt eða hreinlega töff? Af hverju fæ ég klígju við að heyra Celine Dion syngja um ástina en kemst í geðveikt stuð þegar t.d Madness eða The Darkness gera það? Ég á það samt til að fíla frekar hallærisleg lög eins og t.d. Iris með Goo Goo Dolls.

Ég efa samt að það sé einhver nákvæm formúla að þessu. Fyrir utan það að smekkur manna er misjafn. Ég held samt að ástæðan fyrir því að tónlist væmin tónlist eftir fólk eins og Celine Dion, Mariah Carey og fleiri virkar illa á mig sé bæði af því textinn er of augljós. Það virkar fyrir mig allaveganna miklu betur að segja hlutina ekki beint út heldur svolítið undir rós. Það er líka ekki gott að taka sig of alvarlega, það er a.m.k. mjög erfitt að gera flott ástarlag sem tekur sig geðveikt alvarlega án þess að verði ofurhallærislegt. En smá húmor og kaldhæðni eins og t.d hjá The Darkness eða Franz Ferdinand svínvirkar á mig. Raunsæi hjálpar líka. Mér finnst miklu skemmtilegra að hlusta á Violent Femmes syngja texta um aumkunarverða gaura sem fá ekkert að ríða en að hlusta á Gloriu Estefan (eða e-ð álíka) raula um hvað ástin sé yndisleg og hvað allt sé yndislegt og bla bla bla.

Held þetta sé nóg komið af ástarþvaðri í bili. Eins og ég sagði, ég er væminn gaur. Ætli ég bæti ekki upp fyrir þetta með smá ógeði!

Svo vil ég vita hvort einhver ætli að taka minni áskorun um að blogga daglega í viku. Allir sem ætla að gera láti vita í kommenti.

Over and out.