Call me Ishmael
Það er fátt skemmtilegra en að renna í gegnum mannanafnaskrá og sjá hvaða nöfn eru leyfileg.
Hægt er að búa til margar skemmtilegar samsetningar. Til dæmis væri hægt að skýra dóttur sína Gógó Ninja, aðdáendum Vanilla Ice til mikillrar ánægju. Einnig væri hægt að skýra dóttur sína Blíða Bera, sú væri þá fædd klámdrottning. Aðrar góðar samsetningar eru t.d. Tóka Nana, Karla Vísa, Nenna Konkordía, Ísdís Britt, Bíbí Bil, Asirí Íssól, Kormlöð Læla, Óda Þrá og Listalín Maj.
Drengjanöfnin eru engu síðri. Þar má nefna t.d Díomedes Bill, Fabrisíus Gjúki, Ljósálfur Jes, Mensalder Míó, Saxi Skíði, Rúben Uxi, Kolskeggur Mír, Gnúpur Forni, Bótólfur Dufgus, Dufþakur Fritz og Kaprasíus Guðmon.
Aftur á móti má ekki heita t.d. Engifer Fabio, Járnsíða Kadder, Reginbald Marío eða Ben Twist. Stelpur geta síðan ekki heitið t.d. Satanía Gull, Kristal Kona eða Jóvin Anndrá.
Ætli ég geti skýrt son minn Nettur Nagli?
<< Home