Hitt og þetta
Ég var að horfa á alveg yndislega lélega mynd áðan sem nefnist Dark Angel(einnig þekkt sem I Come In Peace) og er með goðinu sjálfu, Dolph Lundgren, í aðalhlutverki. Myndin er frá því herrans ári 1990 og ber þess merki mjög vel. Allir með alveg yndislega ljótar hárgreiðslur og svo er æðislega ömurlegt tónlist. Mynd þessi fjallar um geimveru sem kemur til jarðar til að ná sér í endorfín sem er vinsælt eiturlyf á heimaplánetu hans. Hún rænir heróini af e-m mafíósum og ræðst síðan á random fólk og sprautar heróíni í það sem veldur því að það framleiðir extra mikið endorfín og geimveran sýgur það síðan úr þeim. Þetta er semsagt mynd um díler utan úr geimnum sem er ekkert nema æðislegt. En ekki nóg með það heldur er Intergalactic DEA lögga á eftir honum. Báðar þessar geimverur eru ca. 3 metrar á hæð og líta út eins blanda af Wrestling gaurum og þýskum klámmyndastjörnum. Dolph leikur síðan svona ofurlöggu sem fer eftir sínum eigin reglum. Í byrjun myndarinnar er félagi hans drepinn þannig að hann fær nýjan sem er svona clean-cut FBI gaur sem fer alltaf eftir bókinni. Þannig að þetta er líka svona buddy-cop mynd þar sem buddyarnir eru eins og svart og hvítt og hata hvorn annan fyrst en eru bestu vinir í lokin. Myndin hefur allt sem svona myndir þurfa: vondir kallar sem líta út eins og þýskar klámmyndastjörnur(eða rokkarar), Dolph Lundgren beran að ofan, spillta FBI menn, fljúgandi diska, morðóða uppa með vélbyssur og one-linera á borð við "...and you go in pieces!". Myndin er í alla staði hreint yndisleg og finnst mér mjög leiðinlegt að svona myndir eru ekki gerðar nú til dags, þær komast amk ekki í bíó. Ég veit ekki alveg hvernig einkunn ég get gefið þessari mynd. Fyrir skemmtanagildi á hún hiklaust skilið svona 75 en fyrir gæði væri ca. 20 nærri legi. Ætli ég fari ekki milliveginn og gefi henni 48. Skylduáhorf fyrir alla unnendur vondra bíómynda.
Annars er ég búinn að sjá slatta af fleiri myndum á kvikmyndahátíðinni. Hérna komar nokkrar mjög stuttar umsagnir:
House Of The Flying Daggers: Myndatakan í þessari mynd er náttúrulega gullfalleg, næstum því jafn flott og í Hero, og bardagaatriðin eru frekar feit en í heildina séð er hún ekki sérlega merkileg. Þetta er í raun bara ósköp einföld ástarsaga og ansi dramatísk á köflum meiraðsegja. Sumir hafa kvartað yfir því að hún sé langdregin en mér fannst hún ekki sérlega langdregin, ekki miðað við hvernig mynd þetta er allaveganna. Í heildina hin fínasta skemmtun en skilur kannski ekkert rosalega mikið eftir sig. 64 af 100
Hotel Rwanda: Frekar týpísk mynd verð ég að segja. Fékk alveg rosalega góða dóma en mér fannst þetta ekki vera neitt mikið meira en vel gerð sjónvarpsmynd sem komst í bíó. Vitaskuld er þetta merkileg saga og hún er vel leikin og allt það en hún er bara svo andskoti venjuleg og hefðbundin. Ekkert sérstakt við kvikmyndagerðina og ekki nærri því eins sterk og áhrifamikil og hún hefði getað orðið. Voðalega bleh mynd e-ð og mér var bara farið að leiðast undir lokin. Lengst af var hún samt alveg áhorfanleg. Góður leikur, áhugavert efni og svo er myndin alls ekkert léleg þannig séð. Það er bara ekkert sérstakt við hana og hún er líka mjög klisjukennd. Ekkert kemur á óvart og fátt sem hafði einhver mikil áhrif. 53 af 100
Kinsey: Mjög vönduð og svona frekar "solid" mynd. Gerir efninu góð og ýtarleg skil og tekst að sleppa við tilgerð, væmni og rugl. Í rauninni ekkert mikið meira að segja. Ekkert snilldarverk en vel leikin og skemmtileg mynd. 65 af 100
The Woodsman: Ein besta mynd hátíðarinnar til þessa. Virkilega áhrifamikil og það fyrsta sem ég sagði eftir að ég gekk út úr salnum var einfaldlega "vá". Mér finnst virkilega ánægjulegt að sjá mynd um svona viðkvæmt efni eins og barnaníðinga sem reynir að skilja vandamálið og sýna að barnaníðingar eru menn eins og við hin, þeir eiga bara við vandamál að stríða. Kevin Bacon sýnir stórleik og í raun er allur leikur í þessarri mynd mjög góður. Virkilega góð kvikmyndagerð líka, flott myndataka, góð klipping og svo er virkilega flott tónlist í myndinni. Hún fær 74 af 100.
Melinda and Melinda: Besta mynd Woody Allen síðan Sweet and Lowdown. Byrjaði ekki sérlega vel en fljótlega skánaði hún og varð á endanum virkilega skemmtileg. Mjög fyndin og full af skemmtilegum pælingum og Will Ferrell fer algerlega á kostum. Ekkert rosalega merkileg mynd og í raun bara mjög týpísk Allen mynd en samt mjög góð sem slík. 67 af 100.
Eftir að hafa horft á Kinsey og The Woodsman á sama deginum, sem báðar fjalla um kynhegðun af e-u tagi, fór ég að pæla hvað væri eiginlega eðlileg kynhegðun. Samkvæmt rannsóknum Dr. Kinsey þá er svokallað "venjulegt kynlíf"(þ.e.a.s venjulegt þegar hann var uppi, kynlíf meðal giftra hjóna í trúboðstellingunni) bara brot af öllu kynlífi sem hægt er að lifa. Það er líka til samkynhneigt kynlíf, kynlíf með sjálfum sér og svo fetish af ýmsu tagi. Svo ekki sé minnst á kynlíf með börnum og dýrum og plöntum. Það er eflaust til alveg gríðarlega mikið af fólki sem æsist við fáránlegust hluti en ef kynhegðun fólks er ekki "eðlileg" þá er það fordæmt af samfélaginu og álitið ógeðslegt. Fyrir aðeins nokkrum áratugum fannst fólki samkynhneigð vera viðurstyggð en nú til dags er hún almennt viðurkennd. Hver veit nema dýraklám eða skítaklám verði viðurkennd eftir nokkra áratugi ? Málið er það að þessar hneigðir eru til staðar hjá fullt af fólki og það er mjög erfitt að finna út hvað sé hægt að gera við því. Barnaníðingar eru t.d oftast brennimerktir sem "skrímsli" og látnir dúsa í fangelsi í mörg en er það einhver lausn ? Mér finnst að fólk verði að gera sér grein fyrir að þetta eru manneskjur eins og við hin sem eiga bara við e-ð vandamál að stríða og það á frekar að reyna að hjálpa þeim og skilja þá frekar en að refsa þeim og í rauninni á þetta við um flesta glæpamenn. Vandamálið er bara það að það er allt oft kostnaðarsamt að gera það og ríkið vill frekar eyða peningum í hluti eins og stóriðjur og fleira slíkt. Helvítis kapítalismi.
Að lokum langar mig að mæla með frábærum tónlistarmanni sem kallar sig Johnny Poo. Þarna er á ferðinni 12 ára drengur sem er að gera alveg hreint magnaða tónlist og ef hann heldur áfram á þessari braut á hann bjarta framtíð framundan í tónlistabransanum. Tónlistina hans getiði nálgast hér. Ég mæli sérstaklega með laginu "Hvar er Guðmundur?".
Gracias y hasta luego!
Plötur:
The Decemberists - Picaresque
Ween - Pure Guava
Sonic Youth - Goo
The Black Keys - The Big Come Up
The Books - The Lemon Of Pink
The Go! Team - Thunder, Lightning, Strike
Mercury Rev - Deserters Songs
Jamiroquai - Travelling Without Moving
<< Home